Breiðfirðingur - 01.04.1950, Blaðsíða 104
102
BREIÐFIRÐIN GUB
ungmennaskóla við Breiðafjörð. — Saga gefandans og gjöfin
sjálf er merkileg og athyglisverð. —
KORNYRKJA VIÐ RREIÐAFJÖRÐ.
Mörg forn örnefni við Breiðafjörð benda til þess, að þar hafi
mikil kornyrkja verið á söguöldinni. — Tíðarfar við Breiða-
fjörð er oft hagstætt. Þar vorar fyrr í köldum vorum en á Norður-
landi og aldrei eru rigningar þar eins þrotlausar og á Suðurlandi.
— Ef til vill er veðurfar við Breiðafjörð heppilegt fyrir korn-
yrkju.
Klemenz Kristjánsson, tilraunastjóri á Sámsstöðum, er allra
íslendinga fróðastur um kornrækt á íslandi. Hann segir meðal
annars í bréfi til mín um kornyrkju við Breiðafjörð:
„Það er vitað með fullum sanni, að kringum Breiðafjörð var
kornyrkja á þjóðveldistímanum og allt fram um lok 14. aldar.
— A sumum stöðum fram á miðja 16. öld. — Þessi kornyrkja hef-
ur aðallega verið bygg. Magnús Ketilsson, sýslumaður í Búðar-
dal gerði víðtækar tilraunir á 18. öld með bygg og fleiri kornteg-
undir, og var byggið oftast árvisst til þroskunar.
Síðan'mínar tilraunir hófust árið 1923, hefur oftlega verið
reynt að rækta korn, bygg og hafra til þroskunar við Breiðafjörð,
t. d. í Asgarði, Leysingjastöðum, Brjánslæk og Reykhólum, svo
nokkrir staðir séu nefndir. Nú er tekin til starfa tilraunastpð í
jarðrækt á Reykliólum, og hafa þar, undanfarin 3 ár verið gerðar
tilraunir með bygg og liafra. Hefur tilraunastjórinn þar, Sigurð-
ur Elíasson, gert tilraunirnar, en aðstæður hafa ekki verið góðar
ennþá, en fara batnandi. Nú síðastliðið ár þroskaðist bygg og
hafrar mjög vel.......Hef ég þá skoðun, að enn megi rækta
korn til fullrar þroskunar í héruðum Breiðafjarðar.“
Um kornræktina segir Klemenz í bréfinu:
„Yfirleitt þarf að sá korni frá 20. apríl til 15. maí, árlega, til
þess að uppskera verði góð að gæðum og magni. Utsæðið þarf
að vera gott, þ. e. gróa vel og vera af því afbrigði, sem hentar
jarðvegi og veðurfari. — Aburður má ekki vera ofmikill, einkum
af köfnunarefni, og þarf að tilfæra öll næringarefni áður en
sáning kornsins hefst. Jarðvinnsla þarf að gerast á haustin, svo