Breiðfirðingur - 01.04.1950, Side 59
BREEÐFIRÐINGUR
57
Sonur Kristjáns og Ingibjargar var Bogi, og eignaðist hann Skarð
og bjó þar langa ævi. Kona hans var Kristín Jónasdóttir prests
á Staðarhrauni, Guðmundssonar. Dóttir þeirra Boga og Kristínar,
Elinborg, giftist Kristni Indriðasyni frá Hvoli í Saurbæ, og tóku
þau Skarð til ábúðar, og eru núverandi ábúendur Skarðs. Er
Elinborg 24. maður frá Húnboga Þorgilssyni, sem átt hefur Skarð
í óslitin ættlegg og ætíð búið þar, nema ef til vill um 30 ára
skeið í byrjun 15. aldar, og um 20 ára skeið á dögum Magnúsar
sýslumanns Ketilssonar.
Ur sögu þessarar óðalsjarðar blasir margt við til athug-
unar um ábúð og tilfinningalíf íslenzkra bænda gagnvart stað-
festu sinni í landinu. Sjálfsagt hafa verið mörg tækifæri til þess
að selja þessa jörð, eins og aðrar jarðir í landinu, en auðsjáan-
lega hefur þeirra tækifæra eigi verið neytt. Hitt blasir við, að
reynt hefur verið að búa til tækifæri til þess að þessar jarðir yrðu
eigi seldar og hver kynslóð eftir aðra fengi tækifæri til þess að
njóta þeirra. Það mundi vera hin eðlilega leið sögunnar um
ábúnað á jörðum, eftir uppruna og eðli bændalífsins í landinu,
hin eðlilega söguleið, að maður komi í manns stað; réttur maður
á réttan stað.
(Úr: Islenzki bóndinn).
HEKLUGOSIÐ
Gosið opnar æðina
út úr funa leyni,
lieklar enn við hæðina
hraim úr hrunasteini.
Hreiðar E. Geirdal.