Breiðfirðingur - 01.04.1950, Blaðsíða 35
breiðfikðingur
33
ar honum var sagt að Hafliði væri sigldur og tók hann aldrei
„kíkirinn‘“ frá augunum fyrr en Hafliði var lentur í Sauðeyjum.
Snæbjörn talaði lítið um þetta. Þótti undir niðri manntak í þessu,
þar sem Hafliði var sonur hans, en hræddur er ég um að sá gamli,
hafi kveðið fast að við stráka, þegar þeir komu aftur, þó allt gengi
vel. Ég sá til Hafliða báðar leiðir, yngri og óreyndari sjógarpur
en Snæbjörn, og þar sem hann lét aldrei kíkir frá auga niðurfalla
á meðan þeir voru á uppleið, má nærri geta, að mér var nóg boðið.
En heilu og höldnu lenti Hafliði í Hergilsey í rökkurbyrjun. Það
kannast margir við vísu, sem Snæbjörn orkti við einhvern mann,
sem talaði glannalega um sjómennsku, en Snæbjörn, var þá búinn
að komast í skipreka, og missa af sér menn.
Vísan er svona:
Ég hef reynt í éljum nauða
jafnvel meira þér.
A landamærum lífs og dauða
leikur enginn sér.
Á sjöunda degi lagði allt „setuliðið“ af stað frá Hergilsey,
snemma morguns í bezta veðri, hver til síns áfangastaðar. Við
fórum beint í Rauðseyjar, með Jóhönnu og krakkana, og drukk-
um þar góðan kaffisopa hjá bóndanum þar, Gísla Bergsveins-
syni, og héldum síðan út í Bjarneyjar um kvöldið.
Lítið var um róðra í eyjunum úr þessu, og fisktregða mikil,
þó að á sjó gæfi. Eftir rúma viku fór að dofna í eyjunum, því
að allur mannskapurinn utan þeirra, fór að týnast úr verinu
heimleiðis. Ég var fluttur upp í Ballarárgerðar ásamt Jónasi Sig-
urðssyni, sem átti þá þar heima, og var mín önnur hönd í ver-
inu. Eftir þessa veru okkar í Bjarneyjum, hefir Jónas verið minn
bezti kunningi, enda þekktumst við sem unglingar áður. Til
fólksins, sem í þetta sinn byggði Bjarneyjar, hef ég ávallt borið
hlýjan hug síðan, og það ekki að ástæðulausu, því að allir þar
voru mér svo góðir að það var eins og að þeir ættu hvert bein
3