Breiðfirðingur - 01.04.1950, Blaðsíða 31
bbeiðfirðingur
29
auk mín, voru þeir Sólbjartur Gunnlaugsson og Jónas Sigurðs-
son frá Harastöðum. — Bjarni hélt til hjá bróður sínum í Lágu-
búð, en við Jónas í „Nýhúsinu" hjá Sólbjarti, ásamt vermönnum
Sveins Jónssonar í Skáleyjum.
Þjónustu hafði ég hjá Önnu Mýrdal í Gerðunum, móður
Stefáns. Og það verð ég að segja, að til hennar var ekki kastað
höndunum. Það sagði mér fólkið í Gerðunum, að Anna hefði
sagt, er hún sá til mín koma innan eyna, að þarna kæmi nú hvíti
strákurinn sinn. Ég kom oft þarna út eftir, án þess að vanta
plögg, því að gömlu Önnu þótti mér eins vænt um, og hún
hefði verið móðursystir mín. Hún var vinkona Guðlaugar konu
Torfa í Ólafsdal og fór þangað á hverju sumri eftir að hún kom
í Bjarneyjar. Stefán sonur hennar flutti hana og sótti upp að
Ballará, og hjá okkur var hún oft í margar vikur í hvorri leið.
Þá var ekki hlaupið í síma eða talstöðvar, enda hefði maður þá
notið Önnu styttri tíma í Ólafsdalsferðunum. — Kvöldið sem ég
kom í Bjarneyjar, var Bjarni formaður minn' suður í Stvkkis-
hólmi. Fór hann með Sólbjart til læknis, vegna þess að öngull
stakkst í hendi á honum. Ég var sá auli, enda vont veður, að
biðja ekki einhvern formannanna að lofa mér með, ef sjóveður yrði
að morgni. Gott veður varð, og allir löngu rónir, þegar ég reis
úr rekkju, og kom út að signa mig, eins og þá var margra siður.
En bót þótti mér í máli, að ég var ekki einn karlmanna eftir
á eynni, því að Eyjólfur gamli úr „Bænum“ æddi þar bölvandi
um, yfir því, að hann varð einhvern veginn útundan róðri eins
og ég. Ég þekkti Eyjólf dálítið, og fór að spjalla við hann, og þá
fór gamli maðurinn að átta sig. Bauð hann mér með sér inn í
hjall og gaf mér stóreflis riklingsstrengsli, sem ég stóð svo á eins
og hundur á beini, hálf sjóveikur af þanglyktinni.
Erfitt var þetta haust, eins og oft vildi brenna við í þá daga.
Við vorum í Bjarneyjum í 7 vikur, rérum 7 róðra og fengum í
hlut 37 fiska talsins, þar með talið flyðra og trosfiskur. Einu sinni
rérum við einskipa í norðan stórviðri, aust-norður fyrir Heima-
eyna, og fengum tvær sæmilegar sprökur. Ég fékk spelding í soð-
ið af þessum gripum, og þótti lostætur matur. Var óvanur heila-
fiski. Hef eflaust borðað heldur mikið, því að um nóttina varð ég