Breiðfirðingur - 01.04.1950, Blaðsíða 115
breiðfirðingur
113
velunnurum þess. Allar venjulegar samkomur voru haldnar í
Breiðfirðingabúð.
Ferðir á vegum félagsins voru farnar fimm bæði árin. Fyrra
árið var farinn ferð í 10 manna bíl vestur á Snæfellsnes. Farið
út nesið að sunnan en inn með að norðan; sem sagt kringum Snæ-
fellsjökul. Var það þrekraun mikil og brautryðjendastarf, þar
sem þessi leið hafði ekki áður verið farin á jafnstórum bíl. Yfir
margar torfærurnar var að fara og tók oft langan tíma að ryðja
og laga til hraunið svo komizt yrði áfram að settu marki. Bif-
reiðina átti og stjórnaði hinn kunni bifreiðastjóri Guðmundur
Jónasson. Onnur ferðin það árið var farin austur í Olfus og þar
skoðað land Breiðfirðingafélagsins, sem Sigurður Sveinsson,
garðyrkjuráðanautur gaf félaginu fyrir nokkrum árum. Því miður
hafa ástæður félagsins ekki ennþá verið þannig, að á landinu hafi
verið hægt að aðhafast neitt. Vonandi verður samt ekki langt þess
að bíða, að því verði sómi sýndur.
Síðara árið var fyrsta ferðin farin vestur í Barðastrandarsýslu.
Gist var í Bjarkarlundi og Kinnarstöðum tvær nætur, en þaðan
farið í bifreiðum út að Reykhólum og inn að Kollabúðum og í
nágrenni þessara staða skoðað allt sem markvert þótti. Ennfrem-
ur gengu þó nokkrir alla leið npp á Vaðalfjöll, til þess að njóta
hins fagra útsýnis þaðan. Það má segja, að þegar þangað er komið
liggi Breiðafjörður seni landabréf eða falleg mynd fyrir augum
manns, með öllum sínum eyjum og innfjörðum. A heimleiðinni
var farið upp í Haukadal, lengst að Hömrum, annars víða við-
komið. Kvikmyndatökumaður var með í ferðinni og víða teknar
myndir. Voru þær aðallega af landslagi og umhverfi en þó nokkr-
ar af atvinnuháttum, svo sem heybandi, heimreiðslu á heyinu í
lest, torfristu og reiðslu á því, o. fl. o. fl. Voru myndirnar af
atvinnuháttunum flestar teknar að Hömrum í Haukadal. Fékk
ferðafólkið þar liina beztu fyrirgreiðslu við myndatökuna og
móttökur af mikilli rausn og prýði. Kvikmyndirnar tók Jón Hall-
dórsson byggingameistari frá Múla á Skálanesi. Var þetta þriggja
daga ferð, farin um verzlunarmannahelgina. Veður var hið ákjós-
anlegasta. Onnur ferðin var farin á tveim stórum bílum (10 og 16
manna) kringum Snæfellsjökul eins og árið áður. Gist var á
8