Breiðfirðingur - 01.04.1950, Blaðsíða 91
BREIÐFIRÐINGUR
89
og er sízt neitt við það að athuga svo lengi, sem vágestur dans-
leikja, Bakkus, er ekki látinn ná völdum á þeim. En geri hann
það, vilja þeir oft verða sorgarleikir eins og alls staðar, sem Bakkus
nær að ná völdum. Ég vona að þið, séuð laus við þennan ágalla,
en hann vill því miður of víða gera vart við sig. Þetta sem ég
hefi nú rabbað um við ykkur eru gamlir vinir, frá þeim tímum
er ég var ungmennafélagi í Flatey. En það sem kom mér til
þess að koma hingað í dag var, að mér fannst koma þarna upp
í hendur mínar ágætt tækifæri til þess að bera ykkur, kæru Breið-
firðingar, kveðju frá Breiðfirðingum í Reykjavík, frá Breiðfirð-
ingafélaginu.
Kveðjur Breiðfirðingafélagsins flyt ég ykkur af heilum huga,
fullviss um að félaginu ávallt takist að vera tengiliður milli þeirra,
sem hafa yfirgefið byggðir Breiðafjarðar, hvort heldur er um
lengri eða skemmri tíma, þeirra, sem hafa farið að heiman og
hinna, sem heima búa. Tengiliður um ljúfar minningar bernsku-
áranna eða þeirra stunda er við dvöldum í Breiðfirzkum byggð-
um. Minningar þess, er við fyrst fórum að skynja tilveru okkar.
Hvað okkur þótti lífið dásajnlegt oft og tíðum. Hvað við ætl-
uðum að gera margt og mikið þegar við yrðum stór. Hallirnar
vorn fljótar í byggingunni, en undirstaðan stóð oft á skynjun-
um einum og þessvegna vilja byggingar hugmyndaflugs unga
fólksins svo oft hrynja. En það er allt að einu uppbygging í öll-
um byggingum, jafnvel þótt þar séu skýjaborgir. Æsku og ungl-
ingsárin s'tanda án efa fastast og lengst í hugskoti hverrar mann-
eskju. Þá eru allir móttækilegastir fyrir þroska, þá eru áhrifin
ríkust og þess vegna grópast allir hlutir föstustum böndum við
þetta aldurskeið. Manni finnst það næstum hlægilegt, þegar mað-
ur kemur á æskustöðvarnar, hvað maður á mikið af vinum alls-
staðar hvar sem maður fer um er vinum að mæta. Þúfurnar, hól-
arnir, hæðirnar, lautirnar, lækirnir, steinarnir, klettarnir, móarn-
ir, sandurinn, sjórinn, gróðnrinn, bæirnir, skepnurnar og fólkið,
alllt þetta og margt fleira eru gámlir vinir. Helzt þarf þetta þó
að vera sem minnst breytt frá gamla tímanum, ef maður á að
geta lesið upp gamlar stundir án tafar. Ef maður rekst á mann
eða konu, sem maður getur talað við um bernskustöðvarnar,