Breiðfirðingur - 01.04.1950, Blaðsíða 114
112
BREIÐFIRÐINGUR
1948, sem mun nánar vikið að síðar. Síðara árið var svo haldið
Breiðfirðingamót (árshátíð) að Hótel Borg (20. jan. 1950), Þar
flutti séra Arelíus Nielsson minni Breiðarfjarðar, en Guðmundur
Einarsson varaformaður félagsins minni Islands. Ennfremur söng
Breiðfirðingakórinn á mótinu undir stjórn Gunnars Sigurgeirsson-
ar. Kvæði barst mótinu frá Jens Hermannssyni kennara og var
það sungið á eftir minni Breiðafjarðar. Eftir að staðið var upp
frá borðum var dansað fram eftir nóttu. Mótið þótti skemmti-
legt og fór í alla staði vel fram.
10 ára afmælisfagnaður Breiðfirðingafélagsins var haldinn að
Hótel Borg 20. nóv. 1948, svo sem áður er á drepið. Þótt hinn
raunverulegi afmælisdagur þess væri 17. s. m. Hófinu stjórnaði
séra Ásgeir Ásgeirsson, ritari félagsins. Afmælisræðuna flutti
formaðurinn Sigurður Hólmsteinn Jónsson, en þar að auki fluttu
ræður þessir: Snæbjörn G. Jónsson, sem verið hafði í stjórn fé-
lagsins frá stofnun þess og lengst af gjaldkeri, Jón Emil Guðjóns-
son, áður formaður þess í þrjú ár og Stefán Jónsson, námsstjóri,
aðstoðarritari félagsins. Ungfrú Kristín Einarsdóttir, söngkona,
söng einsöng með mikilli prýði svo sem hennar er venja. Kvartett-
inn „Fjórir Breiðfirðingar“ (nú Leikbræður) söng við mikla hrifn-
ingu, en hann skipa: Friðjón Þórðarson, lögfræðingur, bræðurnir
Ástvaldur og Torfi Magnússynir verzlunarmenn og Gunnar Ein-
arsson lögregluþjónn. Einnig söng Breiðfirðingakórinn, og var
honum óspart klappað lof. Söngur allur var undir stjórn Gunnars
Sigurgeirssonar píanóleikara. Afmælisbarninu bárust mörg Ijóð
og voru flest þeirra prentuð í síðasta Breiðfirðingi. En kvæði sem
sungin voru í afmælishófinu voru eftir þessa höfunda: Séra Árel-
íus Nielsson, Guðmund Einarsson fulltrúa, Jens Hermannsson
kennara, Friðgeir Sveinsson gjaldkera og Kristján Hjaltason kenn-
ara. Handavinnudeild félagsins gaf því afmælisgjöf, fundarham-
ar, kjörgrip hinn mesta. Er hamarinn úr ljósu íslenzku birki, hag-
lega gerður og útskorinn, með fangamarki félagsins, stofndegi
og ártölum. Skurðinn framkvæmdi Guðmundur Kristjánsson,
myndskeri. En þar að auki bárust félaginu afmælisgjafir í pen-
ingum og hlutabréfum í Breiðfirðingaheimilinu h.f., frá ýmsum