Breiðfirðingur - 01.04.1950, Page 84
82
BREIÐFIRÐINGUK
Magnússon og Jörfabæ, þegar gleðin var numin af með
öllu.“
En það segir Ólafur Davíðsson, að þótt þe.tta hafi verið síð-
asta gleðin á Jörfa, þá muni ekki hafa tekizt að útrýma þessum
samkomum til fulls og munu þær hafa verið haldnar allvíða um
land fram um miðja 18. öld, en vafalaust hefur fólk gætt sín
betur með siðferðið. Ætíð munu gleðirnar hafa staðið sólar-
hring eða meira, og telur Ólafur Davíðsson að þátttakendur hafi
„skotið saman“ í veitingar. Það er: komið með að heiman átmat
og drykkjarföng, og er það vafalaust að drykkjarföngin hafa átt
sinn þátt í léttúðinni.
Er það auðséð á þessum fornu heimildum um skemmtanalífið
fyrr á öldum, að þeir, sem vildu siða landsfólkið og setja því
reglur á landi hér, hafa átt erfiða daga og hlotið mikinn mótgang,
ekki síður þá en nú. Hafa þeir þá neyðzt til að banna og afnema,
það sem átt hefði að lagfæra og leiða inn á réttar brautir.
Sf. J.
— o —
TRYGGVI í HLÍÐ
Ólafur Jónsson frá Elliðaey, kastaði fram þessari stöku
snemma sumars 1950.
Óttast nú margir alheimsstríð,
en aðrir vona að Tryggvi í Hlíð
fái þrasgjarnar þjóðir sætt,
þegar Kóreu út er blætt.