Breiðfirðingur - 01.04.1950, Blaðsíða 80
78
BREIÐFIRÐIN GUR
þá baggar og reiðingur fara fram af hestunum, og ultu þá stund-
um sátur langa leið niður hlíðina.
' Heimreið að Leikskálum eru eyrarnar meðfram ánni, og þótti
mörgum reiðmanni skemmtilegt að láta spretta úr spori heim á
hlaðið. Leikskálabærinn snýr fram að ánni, og voru á honum
sjö bleik þil með rauðum vindskeiðum. Vestasta husið var bað-
stofa, þá bæjardyr, svo stofa með lofti yfir, næst var búr og eldhús
bak við það, þá eldiviðarhús, og svo tvær skemmur, en sund
var á milli þeirra, og líka var sund á milli bæjarhúsanna og
skemmanna. Fyrir austan skemmurnar var fjósið, en norðan við
það var þurrkhjallur, og norður af honum reiðhestahús og fyrir
vestan hesthúsið var smiðja.
Rétt fyrir austan túnið á Leikskálum er rennislétt grund, sem
var girt og borin á áburður og notuð sem tún; munu fornmenn
hafa notað þá grund fyrir leikvöll, og byggt þar skála, og dvalið
þar meðan á leikjum stóð.
í túninu rétt fyrir vestan bæinn á Leikskálum er hár klettur,
sem heitir Skjaldhamar. Þar munu fommenn hafa geymt vópn
sín meðan leikar stóðu yfir, því að til leika mátti enginn vopn
bera. A móti Leikskálum fyrir sunnan ána er Jörfi. Þar var til
forna haldin Jörfagleði, sem þjóðsögur okkar segja frá. (Sjá Um
Jörfagleði hér við greinarlok).
A leikskálum hafa forfeður mínir í föðurætt búið síðan á 17.
öld til 1916. Árið 1673 drukknaði í Haukadalsvatnsósi Þorvarður
sonur Runólfs, sýslumanns Sigurðssonar. Þorvarður bjó á Leik-
skálum. Hann átti fyrir konu Halldóru Egilsdóttur. Þeirra son
var Bergþór, er bjó á Leikskálum. Kona hans var Bergljót Kol-
beinsdóttir. Sonur þeirra var Þorvarður, fæddur á Leikskálum
1760, dó 27. desember 1823. Kona hans var Þjóðhildur Jóseps-
dóttir, fædd 1768, dó 23. marz 1854. Þeirra sonur var Bergþór,
fæddur 1788, dó 21. maí 1853; átti Björgu Hallsdóttur, fædd 15.
desember 1792 í Sælingsdalstungu, dó á Leikskálum 17. marz
1871. Þeirra sonur var — faðir minn — Þorvarður, fæddur á Leik-
skálum 4. febrúar 1836, dó 31. ágúst 1920, átti Kristínu Jónas-
dótur — móður mína — fædd á Innra-Leiti á Skógarströnd 17.
nóvember 1835, dó 21. júlí 1916 í Stóraskógi í Miðdölum.