Breiðfirðingur - 01.04.1950, Qupperneq 6
4
BREIÐFIRÐINGUR
öll þau sögulega merku örnefni, sem á leið okkar urðu, en ég
vil vekja athygli á einu þeirra, eyðibýlinu Bólstað í Alftafirði.
í Eyrbyggju er þannig sagt frá landnámi og b'yggð að Bólstað:
„í þann tíma bjó Arnkell, sonur Þórólfs bægifótar, á
Bólstað við Vaðilshöfða. Hann var manna mestur og
sterkastur, lagamaður mikill og forvitri. Hann var góð-
ur drengur og umfram alla menn aðra þar í sveit að
vinsældum og harðfengi; hann var hofgoði og átti marga
þingmenn."
Um endalok byggðar að Bólstað farast sögunni þannig orð:
„en Bólstaður var þá auður, því að Þórólfur tók þegar
aftur að ganga, er Arnkell var látinn, og deyddi bæði
menn og fé þar á Bólstað; hefur og engi maður traust
til borið að bvggja þar fyrir þær sakar.“
Mér voru þessi orð Eyrbyggju minnisstæð, og þegar við kom-
um inn á eyrarnar neðan við Úlfarsfell, varð mér þetta að orði:
„Nú veit víst enginn, hvar bærinn að Bólstað stóð, þar sem liðnar
eru meira en níu aldir síðan hann lagðist í eyði.“ Guðbrandur
leit til mín brosandi og sagði: „Jú, það teljum við okkur vita.
Munnmælin hafa geymt söguleg örnefni vel í þessu héraði" Síð-
an vék hann hestinum út af götunni og við riðum spölkorn nið-
ur með ánni. Þar námum við staðar á eyrunum og Guðbrandur
benti mér á mosagrónar ójöfnur og mólendi, þar sem hvergi
vottaði fyrir grænku, og sagði: „Hér segja menn, að bær Arn-
kels hafi verið.“
Við áðum ekki lengi, en héldum sem leið lá að Kársstöðum. Á
leiðinni benti Guðbrandur mér á ýmis örnefni úr Eyrbyggju, svo
sem Glæsiskeldu og skriðuna Geirvör, þar sem Freysteinn bófi
sá mannshöfuð óhulið, en höfuðið mælti fram stöku þessa:
„Roðin es Geirvör / gumna blóði;
hún mun hylja / hausa manna.“ •
Ég átti erfitt með að sætta mig við bæjarstæðið á Bólstað. Gátu
þetta verið rústirnar af bæ Arnkels goða? Voru þetta leifarnar
af bæ höfðingjans glæsilega, sem oft hafði marga tugi manna í
heimili? Gátu þessir gráu móar, á skjóllausri eyrinni, verið rústir
af höfðingjasetri frá tíundu aldar lokum? Spurningarnar komu í