Breiðfirðingur - 01.04.1950, Blaðsíða 97
Sextiigur:
Pétur Einarsson frá Bíldsey
Forsíðumynd utan á síðasta hefti Breiðfirðings, er af breið-
firzkum sjómanni, þar sem hann situr í báti sínum, en við hlið
hans er línan, sem margan fisk hefur fært honum í bátinn.
Þessi breiðfirski sjómaður varð sextugur á liðnu sumri.
Hann er fæddur í Bíldsey hinn 1. ágúst 1890. Faðir hans var
Einar Jónsson, — sonur Jóns hafnsögumanns í Höskuldsey, en
móðir, Soffía systir Jóhannesar Þórðarsonar vestan-pósts. Eru
ættir þeirra hjóna þekktar við Breiðafjörð.
Pétur Einarsson hefur róið einn á báti meiri hluta ævi sinn-
ar. — Á ferðum sínum um Breiðafjörð og á fiskimiðum, hefur
hann oftast verið öll skipshöfnin. Lengstum róið á tvær árar,
þegar leiði gafst ekki, og vílaði hann ekki fyrir sér að taka lang-
róður úr Stykkishólmi og inn á Gilsfjörð, ef hann þurfti að reka
þar erindi. — Maðurinn er ekki hávaxinn en þó mikill að vallar-
sýn og þéttur undir hönd. Hefur Pétur verið talinn afrenndur
að afli. — Ekki lætur hann mikið yfir sér og vafasamt tel ég, að
hann hafi nokkurn mann látið kenna aflsmunar í viðskiptum.
Sá er þessar línur ritar, spurði Pétur einu sinni, hvort hann hefði
aldrei lent í illindum eða „slagsmálum“, er hann stundaði sjó á
Suðurnesjum.
„Nei karl minn,“ svaraði Pétur. „Ég er meinhægðar maður,
enda leita engir á mig að fyrra bragði.“
Þetta svar lýsir manninum vel. Hann er ekki fasmikill, en
stígur þétt til jarðar og einhvernveginn hefur það farið svo, að
þeir oflátungar, sem Pétur hefur fyrir hitt á lífsleiðinni, hafa
talið það hyggilegast að bekkjast ekki til við þennan hægláta
Breiðfirðing.