Breiðfirðingur - 01.04.1950, Blaðsíða 33
breiðfirðingur
31
sinn í hvora áttina. Ég var unglingur í þetta sinn 17 ára gamall,
en samt hafði ég það einhvern veginn á meðvitundinni, að mér
væri alveg sama með hvorum þessara formanna ég færi út í rok-
veður á sjó.
Við förum þannig véstur í sunnanroki, en tvo dagana á meðan
að við vorum fyrir vestan, var vestanrok, síðan norðanrok og í
rénunina á því, var siglt af stað suður. Var þá komið austurfall.
Eyjólfur átti að handleika trogið, ef á þyrfti að halda, því að hinn
mannskapurinn var strákar, þeir synir Péturs, Hafliði og Svein-
björn, auk mín. En hér fór á annan veg en búast mátti við, í
í norðanveðri í vestan sjó og í austanfalli. — Eyjólfur þurfti aldrei
að ónáða austurtrogið. Litlu eftir að við vorum lentir, kom Eben-
ezer innan úr Rúfeyjum, og hljóp skarpt hjá honum að vanda.
Ekki man ég á hvaða bát hann var. Hugsa ég að hann hafi verið
á uppáhalds happafleytu, sem Magnús tengdafaðir hans átti,
Björgu. Nú í eigu Kristins á Skarði. Það var ekki ótítt að Eben-
ezer færi úr Skarðsstöð fram í Rúfeyjar á þessari skekktu í sunn-
an roki, svo að maður eygði ekki segl né bát úr landi, nema endr-
um og eins.
Einn daginn fórum við hásetarnir, með Bjarna formanni
okkar vestur í Hergilsey, til þess að flytja Jóhönnu barnsmóður
hans þaðan í Rauðseyjar og 1 eða 2 krakka. Við vorum á skekktu,
sem Stefán í Gerðum átti. Mig minnir að skekktan héti Jó-
hanna og var hún dálítið áleitin á bakborða í róðri, en annars
allra bezta fleyta og uppáhald eigandans, sem var eins og margir
Breiðfirðingar ágætur sjómaður og heppinn.
Ég var ókunnugur öllum þarna vestur í eyjunum. Við fengurn
aldrei þessu vant, logn vestur. Komum við í Flatey. Bjarni sagðist
lítið eða ekkert ætla að stanza svo að við hinir biðum í bátnum á
meðan hann skauzt upp. En rétt eftir að Bjarni var farinn upp
á „plássið“, kom maður hlaupandi og sagðist eiga að sækja mig,
fyrir Þorbjörgu konu Hermanns Jónssonar og var erindið ekki
annað en að birgja mig af kaffi og kökum, af því að hún vissi
að ég þekkti þarn engan. Seinna heyrði ég sagt, að ég hefði víst
ekki verið eini unglingurinn sem Þorbjörg hlynnti að. Ég kynnt-
ist Þorbjörgu eftir þetta, og hennar fólki og komst þá að því, að