Breiðfirðingur - 01.04.1950, Blaðsíða 27
Dr. Björn
Guðfinnsson
FÆDDUR 21. JÚNÍ 1905,
DÁINN 27. NÓVEMBER 1950.
Það var sumarið 1920. Nokkur seglskip, sem verið höfðu á
handfæraveiðum, lágu í höfninni í Stykkishólmi, en skipshafnir
voru að búa skipin út í næstu veiðiför. í þeim hópi tók ég eftir
þreklegum, hávöxnum, ungum manni, sem bar saltpokana létti-
lega, ekki síður en þeir fullorðnu, en gáfulegt yfirbragð og fjar-
rænt augnaráð, benti til þess, að þessi ungi maður ætti sér víðari
hugarheima. Þessi ungi piltur var Björn Guðfinnsson, sonur Guð-
finns bónda í Galtardal á Fellsströnd og var hann þá aðeins 15
ára að aldri. Faðir hans Guðfinnur var líka í þessum hópi háseta,
en honum hafði ég veitt athygli, er skipin bjuggust á veiðar um
vorið. Þeim manni gleymdi enginn eftir fyrstu sýn. Alvarlegt
alskeggjað andlitið, og djúp gáfuleg augun, sem virtust lesa
manns leyndustu hugsanir, eru mér enn í minni.
------Leiðir unga mannsins lágu bráðlega burtu úr héraðinu
til náms og frama og vérður sú saga ekki rakin hér, þótt hún sé
harla merkileg. Það er sagan um kjarkmikla, fátæka, gáfaða
sveitapiltinn, sem leggur út á erfiða námsbraut, vinnur stóra
sigra og kemst í tölu lærðustu og þekktustu manna þjóðarinnar.
Nokkrum sinnum bar fundum okkar Björns Guðfinnssonar
saman á liðnum þrjátíu árum, en ekki til verulegs samstarfs eða
kynningar fyrr en síðasta áratuginn. A þeim árum leysti dr.