Breiðfirðingur - 01.04.1950, Blaðsíða 55
BREIÐFIRÐIN GUR
53
Skarft á Skarðsströnd.
fróði, lætur son sinn lieita Þorgils, enda drukknaði faðir Ara, er
Ari var enn á barnsaldri. Gæti þetta bent á það, að þeir væru
eigi bræður Ari og Húnbogi. Þorgils hefur sennilega ekki átt
afkomendur, en bróðir hans var Narfi, er líklega hefur einnig
búið á Skarði, d. 1202. Sonur Narfa var Snorri, sem almennt er
kallaður Skarðs-Snorri, prestur og hinn mikilhæfasti maður, og
kemur oft við mál manna á Sturlungaöld. Synir hans voru Bjarni
og Narfi, og Bjó Bjarni á Skarði, en Narfi var prestur á Kolbeins-
stöðum. Talið er, að Bjarni ætti eigi afkomendur. Þó gæti Gutt-
ormur Bjarnason lögmaður, 1307, verið sonur hans, því Gutt-
ormsnafnið er svo einkennandi fyrir Skarðs- og Kolbeinsstaða-
menn. Narfi prestur átti fjölda sona, og urðu þrír þeirra lög-
menn eða lögsögumenn, Þórður, Þorlákur, faðir Ketils, sem var
bæði lögmaður og hirðstjóri, d. 1342, og Snorri, sem bjó á Skarði.
Skar hann í sundur véböndin um lögréttu 1330, og er óvitað
af hverjum orsökum, en lögmennsku missti hann af þeim sök-
um liið sama ár. Synir Snorra voru Ormur og Guðmundur, og
hefur Guðmundur ef til vill búið á Skarði. Hann virðist hafa
haft ýms umsvif í almennum málum, en drukknaði utanlands á
siglingu með Ólafi hirðstjóra Björnssyni á ferð til Compostella
á Spáni, 1354. Ormur bjó á Skarði og var um tíma lögmaður og