Breiðfirðingur - 01.04.1950, Page 75
„Sendi ég þér um sumarmálin
sóley í varpa.44
Hörður, sonur Jóns Gíslasonar
póstafgreiðslumanns í Olafsvík og
konu hans, Láru Bjarnadóttur frá
Brimilsvöllum, lézt með þeim svip-
lega hætti 12. febrúar 1949, að bíl-
pallur féll ofan á hann. Hörður var
tvítugur að aldrí, fæddur 8. febrúar
1929. Vorið áður en hann féll frá,
lauk hann gagnfræðaprófi og hélt
heim að því loknu. Var svo ráðið,
að hann byrjaði flugvirkjanám á
öndverðu ári 1949. Fráfall þessa
unga manns er kveikurinn að því,
sem hér fer á eftir.
Vorið kom sunnan yfir heiði. Það leið yfir vatnsbláan skafl,
heilsaði síluðum læk, kom við á efstu tindum. Við því blasti
fjörður með bát og fjöll fyrir handan, langt fyrir handan. Vor-
ið var í loftinu. Kona undir hlíð og maður í fjöru teyguðu það að
sér. Nýtt líf kom í brjóstið, tært og ferskt seytlaði það um allan
líkamann eins og margstreymt vatn í leysingu um smálækjahlíð.
Hvít kind með lyftingu í reifi anaði yfir fært sem ófært. Ilmur
af grænni nál undan snjó barst að vitum. — Ain tannaði klaka-
stálið, lék sér að jökum, kastaði þeim og kútvelti, kunni sér ekki