Breiðfirðingur - 01.04.1950, Blaðsíða 29
Kristinn Indriðascm:
I verinu
Það vár skömmu eftir leitir haustið 1904, að ég fór mína fyrstu
og einustu för til haus.tróðra í Bjarneyjum. Atti ég að fara í
verið með Sveinbirni Gestssyni, sem talinn var einn slyngasti
sjómaður í Breiðfjarðareyjum á þeim árum.
Sveinbjörn átti erindi í land að sækja kindur, er komið höfðu
til réttar í síðustu leitum. í uppleið tók hann hey í Hafnareyjum
fyrir bóndann á Melum, Guðmund Björnsson, og lenti með það
sunnanvert í mynni Gerðavogs. Var það fyrirhugað að ég færi í
verið með þessari ferð Sveinbjarnar, enda var það álit foreldra
minna, að með Sveinbirni væri mér bezt borgið. Eg var því
alveg til með pjönkur mínar, þegar Sveinbjörn kom. Voru það
föt og sjóklæði, kaffi, sykur, kjöt í dalli og eitthvað af kornmat,
ásamt feitmeti. — Þegar til skips kom, tók Sveinbjörn mér opnum
örmum.
Hann var góður vinur foreldra minna, og ég var sjálfur honum
vel kunnugur, því að Sveinbjörn hafði oft komið til lands á
vetrum, til að liggja fyrir refum við sjóinn, og kom hann þá ætíð
til foreldra minna, sem þá bjuggu á Ballará. í þetta sinn var
Sveinbjörn á stórum sexæringi, sem hann átti sjálfur og var þá
stærsti bátur í eyjum.
Það var komið undir úthall,1) þegar lagt var af stað, því að kind-
urnar töfðu okkur töluvert, þótt ekki væru margar. Voru þær
styggar og illt að halda þeim að bátnum. Síðast, þegar mátti
heita að búið væri að handsama þær, þá slapp ein, út á milli manna
og bjóst víst enginn við að hún næðist í það sinn aftur. — En svo
einkennilega vill til, að um leið og kindin fer fram hjá melsátum,
1) í rökkurbyrjun. — Á úthallandi degi.