Breiðfirðingur - 01.04.1950, Qupperneq 43
breiðfirðingur
41
telja eðlilegt að slíkar jarðir séu yfirgefnar. Þó þannig sé litið á
um einstök býli, sem í eyði fara, þá liggur í því þjóðfélagsleg
hætta, sem getur leitt til óbætanlegs tjóns. Skal þó ekki sú hlið
málsins rædd hér, sem oft eru umtöluð, hvert menningargildi
sveitirnar og dreifbýlið hafi haft fyrir þjóðina. Hitt lít ég fyrst og
fremst á, að hver jörð sem úr byggð fellur er hlekkur í byggða-
keðju, sem veikist þegar tengslin rofna við fækkun búenda. Við-
komandi sveitarfélag verður veikara, það tapar ekki aðeins fjár-
hagslega við að missa gjaldendur, heldur dregur líka úr fram-
kvæmdahug þeirra sem eftir eru, og þeim verður lífsbaráttan örð-
ugri. Það er að mínum dómi jafn þýðingarmikið atriði að við-
halda byggðinni á öllum þeim stöðum í landinu, þar sem lífvæn-
legur búskapur getur orðið rekinn eins og að stofna til nýrra
byggða í þéttbýli.
Fram að þessu hefur landbúnaðurinn mætt fólksfækkuninni
í sveitunum og fækkun býla, með aukinni tækni og umbótum,
er hafa skapað möguleika fyrir því, að landbúnaðarframleiðslan
haldist í horfi og aukist nokkuð. Nú er svo nærri gengið í þess-
um efnum, að þess er ekki að vænta að áframhald geti orðið á
aukningu landbúnaðarframleiðslunnar nema meiri þátttaka fáist
frá fólkinu. Búendum í landinu þarf að fjölga og verkfæru fólki á
heimilunum í sveitunum þarf einnig að fjölga. Vöxtur bæjanna
krefur aukna framleiðslu á neyzluvörum landbúnaðarins, og þeirri
þörf verður ekki fullnægt í sama mæli og hingað til, nema því
aðeins að búendum fjölgi í landinu.
Æskilegt er að landbúnaðurinn geti sett markið hærra, en að
fullnægja aðeins heimaþörfinni, innanlandsmarkaðinum. Land-
búnaðurinn, eins og flestar aðrar atvinnugreinar, hefur sína gjald-
eyrisþörf, því að hann verður að kaupa erlendis frá bæði vélar
og rekstrarvörur. Vitanlega þarf að því að keppa, að hann geti
haft útflutning, er þessari gjaldeyrisþörf nemur. Eins og nú
standa sakir kemur helzt til greina að sauðfjárræktin geti gefið
landbúnaðinum gjaldeyristekjur. Sauðfjárstofninn hefur dregizt
saman, svo að nú er féð 300 þúsundum færra en þá, er það var
flest. Valda því sauðfjársjúkdómarnir. Fjárskiptin glæða vonii
manna um það, að fjárstofninum verði náð upp aftur, og án alls