Breiðfirðingur - 01.04.1950, Side 12

Breiðfirðingur - 01.04.1950, Side 12
10 BREIÐFIRÐINGUR Árið 1897 komu þeir að Helgafelli dr. Jón Stefánsson og W. G. Collingwood. Hafði Collingwood áður athugað fornar grafir í Norður-Englandi og vildi athuga leiðið. Dr. Jón Stefánsson skrif- aði skýrslu um athugun þeirra og segir svo í skýrslunni: „í hinum forna kirkjugarði á Helgafelli, sem sér fyrir í túninu fyrir norðan þann kirkjugarð, sem nú er jarðað í, er mikið og grasi vaxið leiði. . Þetta leiði hefur um langan aldur verið kennt við Guðrúnu Osvífursdóttur og kallað „Guðrúnarleiði“ bæði á Helgafelli og Helga- fellssveit. Ber því vel saman við Laxdælu, sem segir að Guðrún sé grafin að Helgafelli. í júlímánuði 1897 rann- sakaði ég ásamt W. G. Collingwood, með leyfi bóndans á Helgafelli, leiðið, og fundum við líkur til þess, að leiðið væri kvenmannsleiði frá öndverðri 11. öld. Leiðið var 11 feta langt, 7 fet og 6 þumlunga breitt við nyrðri endann, en 6 fet við syðri endann. Hæð Jiess yfir yfirborð jarðar í kringum 2 fet, en dýpt niður í botn 4 fet og 10 þumlungar. Það veit í norðaustur og suðvestur. Gröfin er veglega hlaðin upp öllum megin og fannst í henni mikið af viðarkolum, líkt og hefur fund- izt í haugum frá söguöldinni, til að varna rotnun. Tölu- vert af beinamold fannst undir viðarkolunum, og í nyrðri endanum voru smáar tennur (kvenmanns?) og leifar af hauskúpuhimnu, trefjar af þeim. Á grafarbotni við nyrðri endann var járnryð, hlutur úr járni, boginn og brenglað- ur, líklega tygilhnífur og lítill fjörusteinn. í miðri gröf- inni, hér um bil 8 þumlunga frá botni grafar, var lítill steinn, með mörgum fægðum flötum (facetter á dönsku), sem glampaði á. — Hann gat verið af talnabandi nunnu, • þó ekki væri gat á lionum. Svo virtist sem einhvern tíma hefði verið rótað í gröf- inni, og er líklegt að fjár hafi verið leitað í henni. Getur það verið orsök Jiess, að ekki fannst meira af talnaband- inu eða gripum, þó að reyndar nunnur létu ekki grafa gull og gersemar með sér. — Steinhleðslan og það sem fannst í gröfinni, ber vott urn að hún er frá 10. eða 11.
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140

x

Breiðfirðingur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Breiðfirðingur
https://timarit.is/publication/1303

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.