Breiðfirðingur - 01.04.1950, Side 12
10
BREIÐFIRÐINGUR
Árið 1897 komu þeir að Helgafelli dr. Jón Stefánsson og W. G.
Collingwood. Hafði Collingwood áður athugað fornar grafir í
Norður-Englandi og vildi athuga leiðið. Dr. Jón Stefánsson skrif-
aði skýrslu um athugun þeirra og segir svo í skýrslunni:
„í hinum forna kirkjugarði á Helgafelli, sem sér fyrir í
túninu fyrir norðan þann kirkjugarð, sem nú er jarðað
í, er mikið og grasi vaxið leiði. . Þetta leiði hefur um
langan aldur verið kennt við Guðrúnu Osvífursdóttur
og kallað „Guðrúnarleiði“ bæði á Helgafelli og Helga-
fellssveit. Ber því vel saman við Laxdælu, sem segir að
Guðrún sé grafin að Helgafelli. í júlímánuði 1897 rann-
sakaði ég ásamt W. G. Collingwood, með leyfi bóndans
á Helgafelli, leiðið, og fundum við líkur til þess, að
leiðið væri kvenmannsleiði frá öndverðri 11. öld.
Leiðið var 11 feta langt, 7 fet og 6 þumlunga breitt
við nyrðri endann, en 6 fet við syðri endann. Hæð Jiess
yfir yfirborð jarðar í kringum 2 fet, en dýpt niður í
botn 4 fet og 10 þumlungar. Það veit í norðaustur og
suðvestur. Gröfin er veglega hlaðin upp öllum megin
og fannst í henni mikið af viðarkolum, líkt og hefur fund-
izt í haugum frá söguöldinni, til að varna rotnun. Tölu-
vert af beinamold fannst undir viðarkolunum, og í nyrðri
endanum voru smáar tennur (kvenmanns?) og leifar af
hauskúpuhimnu, trefjar af þeim. Á grafarbotni við nyrðri
endann var járnryð, hlutur úr járni, boginn og brenglað-
ur, líklega tygilhnífur og lítill fjörusteinn. í miðri gröf-
inni, hér um bil 8 þumlunga frá botni grafar, var lítill
steinn, með mörgum fægðum flötum (facetter á dönsku),
sem glampaði á. — Hann gat verið af talnabandi nunnu,
• þó ekki væri gat á lionum.
Svo virtist sem einhvern tíma hefði verið rótað í gröf-
inni, og er líklegt að fjár hafi verið leitað í henni. Getur
það verið orsök Jiess, að ekki fannst meira af talnaband-
inu eða gripum, þó að reyndar nunnur létu ekki grafa
gull og gersemar með sér. — Steinhleðslan og það sem
fannst í gröfinni, ber vott urn að hún er frá 10. eða 11.