Breiðfirðingur - 01.04.1950, Page 31

Breiðfirðingur - 01.04.1950, Page 31
bbeiðfirðingur 29 auk mín, voru þeir Sólbjartur Gunnlaugsson og Jónas Sigurðs- son frá Harastöðum. — Bjarni hélt til hjá bróður sínum í Lágu- búð, en við Jónas í „Nýhúsinu" hjá Sólbjarti, ásamt vermönnum Sveins Jónssonar í Skáleyjum. Þjónustu hafði ég hjá Önnu Mýrdal í Gerðunum, móður Stefáns. Og það verð ég að segja, að til hennar var ekki kastað höndunum. Það sagði mér fólkið í Gerðunum, að Anna hefði sagt, er hún sá til mín koma innan eyna, að þarna kæmi nú hvíti strákurinn sinn. Ég kom oft þarna út eftir, án þess að vanta plögg, því að gömlu Önnu þótti mér eins vænt um, og hún hefði verið móðursystir mín. Hún var vinkona Guðlaugar konu Torfa í Ólafsdal og fór þangað á hverju sumri eftir að hún kom í Bjarneyjar. Stefán sonur hennar flutti hana og sótti upp að Ballará, og hjá okkur var hún oft í margar vikur í hvorri leið. Þá var ekki hlaupið í síma eða talstöðvar, enda hefði maður þá notið Önnu styttri tíma í Ólafsdalsferðunum. — Kvöldið sem ég kom í Bjarneyjar, var Bjarni formaður minn' suður í Stvkkis- hólmi. Fór hann með Sólbjart til læknis, vegna þess að öngull stakkst í hendi á honum. Ég var sá auli, enda vont veður, að biðja ekki einhvern formannanna að lofa mér með, ef sjóveður yrði að morgni. Gott veður varð, og allir löngu rónir, þegar ég reis úr rekkju, og kom út að signa mig, eins og þá var margra siður. En bót þótti mér í máli, að ég var ekki einn karlmanna eftir á eynni, því að Eyjólfur gamli úr „Bænum“ æddi þar bölvandi um, yfir því, að hann varð einhvern veginn útundan róðri eins og ég. Ég þekkti Eyjólf dálítið, og fór að spjalla við hann, og þá fór gamli maðurinn að átta sig. Bauð hann mér með sér inn í hjall og gaf mér stóreflis riklingsstrengsli, sem ég stóð svo á eins og hundur á beini, hálf sjóveikur af þanglyktinni. Erfitt var þetta haust, eins og oft vildi brenna við í þá daga. Við vorum í Bjarneyjum í 7 vikur, rérum 7 róðra og fengum í hlut 37 fiska talsins, þar með talið flyðra og trosfiskur. Einu sinni rérum við einskipa í norðan stórviðri, aust-norður fyrir Heima- eyna, og fengum tvær sæmilegar sprökur. Ég fékk spelding í soð- ið af þessum gripum, og þótti lostætur matur. Var óvanur heila- fiski. Hef eflaust borðað heldur mikið, því að um nóttina varð ég
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140

x

Breiðfirðingur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Breiðfirðingur
https://timarit.is/publication/1303

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.