Breiðfirðingur - 01.04.1950, Page 62

Breiðfirðingur - 01.04.1950, Page 62
60 BREIÐFIRÐINGUR Þorsteinn hafði fylgzt vel með í landsmálum og að hann var mörg- um þeim hæfileikum búinn, er gerði hann mörgum öðrum frem- ur hæfan til þióðnýtrar þátttöku í alþjóðarmálum. Hann var fjöl- menntaður maður, hagsýnn og hygginn, mjög fljótur að ná heild- arsýn yfir umfangsmikil vandamál og samvinnuþýður, en hélt þó fast á sínum málum. Skipun hans í svo vandasamt embætti var því áreiðanlega heppileg, er stjórnmálaskoðunum sleppir, enda reyndist hann stöðunni og starfinu vaxinn. Mörgum virt- ust t. d. ræður hans á þingi og úr ráðherrastóli bera af að skýr- leika og framsetningu. Hann var hógvær í máli, persónulega óáreitinn við andstæðinga, en rökfastur og hugkvæmur. Hann var landkjörinn þingmaður frá 1934—1937, en þá bauð hann sig fram í Dalasýslu af hálfu Bændaflokksins, og náði kosningu; var hann síðan þingmaður Dalamanna til 1942. A þeim árum kynntust Dalamenn honum, mannkostum hans og hæfileikum, enda leit- uðu mrgir liðsinnis hans á ýmsa lund, bæði andstæðingar og fylg- ismenn. Hann eignaðist einnig marga góða vini í kjördæmi sínu. Hann var einn af stofnendum Bændaflokksins og varð formaður hans 1935, er sr. Tryggvi Þórhallsson dó. Hann var sæmdur stórriddarakrossi Fálkaorðunnar 1. des. 1942. Séra Þorsteinn var bóndasonur og uppalinn á sveitaheimili við venjuleg kjör bændasona. Á skólaárum sínum var hann heima á sumrum við heyskaparstörf. Hann var því gjörkunnugur hfi og kjörum bændastéttarinnar, og sýndi það á sínum pólitíska ferli, að bændastéttin átti engan einlægari stuðnings- og forsvars- mann á þeim árum á opinberum vettvangi. Það var áhugi hans fyrir hagsmunum bændastéttarinnar, sem knúði hann til þátt- töku í að kljúfa stjórnmálaflokk sinn og mynda nýjan undir nafni bændastéttarinnar. Sjálfur stundaði hann lengst af búskap alla sína prestskapartíð. Hann festi kaup á prestsetri sínu, Hrafna- gili í Eyjafirði, og gerði þar miklar umbætur og jafnvel eftir að hann varð kaupstaðarprestur á Akranesi, lét hann ekki af búskap með öllu. Hann var hagsýnn og hygginn í búskapnum eins og á öðrum sviðum. Heimili hans var ávallt með hinum mesta mynd- arbrag. Séra Þorsteinn var tvígiftur. Fyrri kona hans var Valgerður
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140

x

Breiðfirðingur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Breiðfirðingur
https://timarit.is/publication/1303

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.