Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.06.2010, Blaðsíða 12

Tímarit Máls og menningar - 01.06.2010, Blaðsíða 12
H a l l g r í m u r H e l g a s o n 12 TMM 2010 · 2 sinni málverk. Í kjölfarið barst þá jafnan ítrekun og ég var minntur á „ómálaða málverkið“ sem slegið var á stórlaxauppboði fyrir 21 milljón. Ég nýti hér tækifærið til að ítreka enn og aftur að uppboð þetta var góðgerðaruppboð á vegum UNICEF þar sem allur ágóði rann til veikra barna í Gíneu Bissá. Sjálfur fékk ég ekki krónu af kaupvirðinu sem að auki kom alls ekki frá Baugi. Hinsvegar fékk ég, fyrir vinnu og efniskostnað, greiddar 100.000 krónur frá UNICEF. Fyrirfram taldi ég þá upphæð ríflega en eftir að málverkið var slegið á 21 milljón króna neyddist ég auðvitað til að setja allt mitt í það og á endanum tók 3 mánuði að mála verkið. Hve margir Sjálfstæðismenn væru til í að vinna fyrir 33.000 kr. á mánuði? 12. Auk greinarinnar um Bláu höndina skrifaði ég margoft um Baugs- málið. Og á köflum sauð blek á penna, sem ef til vill sveið saklausan. Jafnvel hundar valdsins eiga hvolpa. Hafi ég sært þá sé ég eftir því. En það var ekki auðvelt að halda í sér á þessum árum þegar lygin ríkti yfir Íslandi, og þurfti maður ósjaldan að hafa hönd á reiði þegar gengið var inn á kaffihúsin þar sem fagurslaufuð og innmúruð plottmennin fengu óáreitt setið á sannleikanum um öll sín sjálf. Auðvitað var óskemmtilegt að blandast inn í þetta blokkastríð sem á endanum setti Ísland á hausinn. Auðvitað sjáum við nú að í þeim leik var enginn góður. Báðir jafn slæmir. Þetta var líkt og framhaldsmynd af Kalda stríðinu: Ef þú gagnrýndir eina hliðina varstu óðar negldur upp við hina. Ef þú gagnrýndir Davíð varstu „Baugspenni“. Ef þú fluttir ræðu í Borgarnesi varstu formaður í „dótturfélagi auðhrings“. En afhverju gagnrýndi maður þá ekki Baug? Var það ekki besta leiðin til að stimpla sig frá þeim félagsskap? Oftar en tvisvar endaði ég úti í horni á bar eða bílastæði og hlýddi á Jónínu Benediktsdóttur útmála fyrir mér sóðaskapinn sem viðgekkst í íslensku viðskiptalífi. Það voru langar og eldheitar ræður um kross- eignatengsl og bíræfnar lántökur, svik og pretti, og samantekin ráð. Ég verð að játa að ég skildi það ekki allt. Og get séð eftir því nú að hafa ekki sett mig inn í þá vafninga alla og skrifað upp úr því hyldjúpar fyrir- hrunsgreinar. Útrásin var hinsvegar eitthvað sem fæst okkar skildu. Við skildum ekki hvernig þeim víkingum tókst að kaupa öll þessi hús og allar þessar verslanir. Allt þeirra yfirskuldsetta vafningadæmi kallaði á sérfræðiþekkingu. Peningar eru flóknara fyrirbæri en pólitík. Þó blasti eitt við hverjum manni: Græðgin. Auðvitað var hægt að
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144

x

Tímarit Máls og menningar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.