Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.06.2010, Blaðsíða 82

Tímarit Máls og menningar - 01.06.2010, Blaðsíða 82
M a r g r é t Tr y g g va d ó t t i r 82 TMM 2010 · 2 „Ég vissi það, ég fokkings vissi það, hann er geðveikur, hann barði hana geðveikt og hann stakk hana, og hann kastaði Dóru í vegginn og dró hana á hárinu eftir ganginum, ég vissi það, ég vissi það og ég vissi að það væri best að hátta sig ekki neitt.“3 Sápukúlur sakleysisins springa svo endanlega þegar þær mæðgurnar snúa heim af spítalanum daginn eftir og fjölskyldan handan götunnar heldur áfram lífi sínu eins og ekkert hafi í skorist. Þessir atburðir verða til þess að strákarnir hella niður bæði bjór og bríser og setja öll áform um fyrsta fylliríið á hilluna enn um sinn. Mér þykir heilmikið til þessarar fyrstu bókar Guðmundar koma og vona að hann haldi áfram að skrifa fyrir þennan aldurshóp. Þótt bókin sé hefðbundin og í henni sé að finna helstu klisjur unglingabókanna, svo sem fyrstu ástina, vináttu, íþróttir og fleira í þeim dúr er þetta feykivel gert, aldrei dauður punktur og bókin er bæði læsileg og aðgengileg sem skiptir heilmiklu máli þegar unglingar lesa sífellt minna. Hjartsláttur eftir Ragnheiði Gestsdóttur Sú bók sem ég batt mestar vonir við er bókin Hjartsláttur eftir Ragnheiði Gestsdóttur, margverðlaunaðan og vinsælan barna- og unglingabóka- höfund. Af kynningu og kápu má ætla að hér sé um að ræða ástarsögu úr búsáhaldabyltingunni. Sagan segir frá 10. bekkingunum Tristan og Írisi Sól. Riddarasagan um Tristan og Ísól, sem var ekki skapað nema skilja, er undirliggjandi og vísanir í hana víða. Tristan er nýr í bekknum, framandi og spennandi strákur sem vekur athygli hvar sem hann kemur. Sjálfsagt er það smekksatriði en mér finnast sögupersónurnar sjálfar fullmeðvitaðar um vísanirnar, lesa t.d. sjálfar Tristanskvæði og fjalla um líkindin. Tristan gefur svo Írisi Sól bókina í jólagjöf. Of lítið er skilið eftir, lesendum til túlkunar og uppgötvunar. Líkt og í gömlu sögunni er ást þeirra Tristans og Írisar ákaflega heit. Þau kjósa að leyna henni, bæði fyrir foreldrum og bekkjarfélögum sínum. Efnahagsástandið er örlagavaldur í sögunni á þann veg að mamma Tristans nær ekki endum saman, lánin á nýju íbúðinni hafa rokið upp og þegar henni býðst staða við háskóla í Kanada sér hún þann kost vænstan að þau mæðginin flytjist þangað svo hún missi ekki aleiguna. Þjóðfélagsástandið virðist þó ekki koma sérstaklega við skötuhjúin að öðru leyti. Einn bekkjarfélagi, vinur Tristans, sækir mótmælin og þau skynja að fullorðna fólkið er upptekið af ástandinu, les blöðin af miklum móð og horfir á Silfur Egils. Tristan og Íris Sól eru uppteknari við aðra hluti, kakódrykkju, snúðaát en þó aðallega hvort af öðru.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144

x

Tímarit Máls og menningar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.