Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.06.2010, Blaðsíða 5

Tímarit Máls og menningar - 01.06.2010, Blaðsíða 5
D r a u g u r G r o u p TMM 2010 · 2 5 2. Með Baugsmálinu náðum við loksins Davíð. Yfirgangsmaður í Stjórnar- ráði, sem lagt hafði niður stofnanir í geðþóttaköstum, látið reka fólk úr ríkisstofnunum, lokað á ríkisbankafyrirgreiðslu óþægra fjölmiðla, öskrað á fólk í síma, tekið annan hvern mann á teppið og undirbjó nú þjóðargjöf til bjórbruggara, náðist allt í einu á mynd. Hann hafði verið með Baug á heilanum, haft við hann í hótunum, og rak nú sinn langa arm inn í bókhald og skúffur fyrirtækisins. Vandinn lá í trausti, eða vantrausti öllu heldur. Með því að tala sig til óvinar eins af fyrirtækjum Íslands hafði forsætisráðherra fyrirgert öllu faglegu hlutleysi gagnvart því. Og nú komu mannaráðningar karli í koll: Þar sem hann hafði sett „sinn mann“ í stól Ríkislögreglustjóra voru aðgerðir efnahagsbrotadeildar beintengdar við geðþótta ráðherrans. Misbeiting valds blasti við. Davíð sigaði lögreglu sinni á andstæðinga sína. 3. Um þetta skrifaði ég grein („Baugur og Bláa höndin“, Mbl. 13 sept. 2002) og var í kjölfarið kallaður niður í Stjórnarráð. Ég vissi auðvitað hvað ég átti þar í vændum en forvitnin er frumhvöt rithöfundarins sem stóðst ekki mátið að fá að sjá inn í kjarnhol valdsins. Fyrir dyrum stóðu ritarinn og aðstoðarmaðurinn brúnaþung á svip og vísuðu mér leið inn til ráðherrans. „Er það þetta teppi hér?“ spurði gesturinn og benti á myndarlega mottu sem stóð undir sófasetti næst dyrum. Húmoristinn frægi hló ekki, heldur bauðst til að sýna slotið. Í fjærenda skrifstofunnar stóð skrifborð með síma en engri tölvu en í afherbergi annað borð með hvítum tölvu- hnullungi. „Hér hef ég næði til að skrifa og sinna ýmsum málum.“ Bauð svo aftur fram, í sófasettið. Það var þá semsagt þetta teppi. Síðan hófst málsvörn stjórnmálamanns sem hugsar allt í persónum en fátt í pólitík. Ég var mættur í hjarta smáríkisins. „Það er auðvitað af og frá að ég hafi sent lögregluna á eftir þessum mönnum. Af og frá. Fyrir það fyrsta er Tryggvi Jónsson (þáverandi for- stjóri Baugs) heimilisvinur dómsmálaráðherra (Sólveigar Pétursdóttur) þannig að þú sérð það að ég færi auðvitað aldrei að beita mér gegn fyrir- tæki hans …“ Vinir vina minna eru mínir vinir. Það þurfti ekki sterk sjóngler til að sjá í gegnum vörnina. Sá sem lýgur leitar vars í samskonar rökum og
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144

x

Tímarit Máls og menningar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.