Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.06.2010, Blaðsíða 45

Tímarit Máls og menningar - 01.06.2010, Blaðsíða 45
H r y l l i n g u r ! H r y l l i n g u r ? Va m p ý r a n g e n g u r l a u s TMM 2010 · 2 45 hvörf verða í nálgun á vampýruna, en þar segir fremur einmana og alúðleg vampýra, Louis, sögu sína frá því að hann sem ungur sorgmæddur maður lét tælast til vampýrisma af Lestat nokkrum. Sagan lýsir svo sambandi þeirra í gegnum aldirnar. Meðal annars heimsækja félagarnir París á nítjándu öld og hitta þar fyrir hóp vampýra sem reka sérlega vinsælt leikhús. Stúlkubarnið Claudia kemur einnig við sögu, sem Louis og Lestat gera að vampýru, sex ára gamla, eftir að Louis finnur hana grátandi við lík móður sinnar. Viðtalið varð hægt og rólega að kúlti, sérstaklega meðal svokall- aðra ‘gothara’, en það var fyrst með næstu bók The Vampire Lestat (1985), eða Vampýran Lestat, sem sögur Rice náðu almennum vinsældum (þó vissulega væri það enn ‘goth’ menningin sem ‘eignaði’ sér vampýruheim Rice). Enn fleiri vampýrusögur fylgdu í kjölfarið en það voru þó aðallega fyrstu tvær bækurnar sem höfðu gífurleg áhrif á ímynd vampýrunnar í skáldskap (og veruleika10), auk þess að hafa heilmikil áhrif á hroll- vekjuna sjálfa sem bókmennta- og kvikmyndagrein.11 Seinna áttu svo eftir að koma fram verk sem höfðuðu enn meira til ‘gothara’, eins og The Hunger (1980) eftir Whitley Strieber (aðallega þó kvikmynd Tony Scott frá 1983 með Catherine Deneuve og David Bowie og tónlist Bauhaus í aðalhlutverkum) og enn síðar Lost Souls (1992) eftir Poppy Z. Brite, sem beinlínis fjallar um ‘goth’ menninguna og tengsl hennar við vampýrur og vampýrudýrkun, en þar er sagt frá ungum dreng sem er hálfvampýrískur og afskaplega einmana og utangarðs. Sú saga kemur út sama ár og kvikmyndin Buffy the Vampire Slayer og báðar marka upp- haf þessarar bylgju unglingavænna vampýra sem nú er orðin allsráðandi á vampýrumarkaðinum. Viðtalið var ekki kvikmyndað fyrr en árið 1994, með Brad Pitt og Tom Cruise í aðalhlutverkum, en svo virðist sem hin nýja sýn á vampýruna hafi verið mun lengur að ná fótfestu í kvikmyndum en bók- menntum. Árið 1977 hafði þó hrollvekjumeistarinn Georges Romero sent frá sér Martin, en samnefnd söguhetja þeirrar kvikmyndar, ungur Vlad Tepesta eða Vlad Dracula (1431–1476), rúmenski greifinn sem Bram Stoker hafði að fyrirmynd í bók sinni um Drakúla.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144

x

Tímarit Máls og menningar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.