Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.06.2010, Blaðsíða 132

Tímarit Máls og menningar - 01.06.2010, Blaðsíða 132
D ó m a r u m b æ k u r 132 TMM 2010 · 2 sem fullorðinn maður, konan sem getur gert úr honum fullorðinn mann. Þetta er nokkuð sem Karl áttar sig ekki á en lesandi skynjar fljótlega. Meðan Doreen Ash leiftrar af lífi og krafti nær Una aldrei að verða annað en skuggi af pers- ónu, sá skuggi sem Karl sér þegar hann ekur að heimili hennar seint um kvöld: „Kona á dimmbláum náttfötum gekk fyrir aflangan stofuglugga. Rimlatjöldin fóru hægt niður. Og skugginn af konunni slökkti á lampanum og lét sig hverfa“ (16). Þótt Una eigi eftir að koma heilmikið við sögu þá nær hún aldrei að komast út úr þessum skugga, sem er í raun draumsýn Karls, spegilmynd hans sem þjónar aðeins því hlutverki að staðfesta hugmyndir hans um sjálfan sig, ást sína og réttu ástkonuna. Hér er ekki úr vegi að nefna fræga kenningu belgíska femínistans og sálgreinandans Luce Irigaray sem einmitt skrifaði heila bók um þessa speglunarþörf karla í konum.3 Irigaray leggur útaf kenningum Lacans um ‘skort’ konunnar og spegilstigið og varpar upp bráðskemmtilegum vanga- veltum um þörf karlmanna fyrir staðfestingu á eigin ágæti, því að þeir ‘hafi’ eitthvað. Einungis konan, með sínum ‘skorti’ getur gefið þeim það sem þeir þurfa, en um leið verður hún að ógn, því hún er jafnframt áminning um mögu- leikann á ‘skorti’. Það er svo sérlega skemmtilegt að skoða kenningar Doreen Ash sjálfrar í samhengi við skrif Irigaray en þó þar megi vissulega sjá ákveðna tengingu þá er líka ljóst að Doreen Ash snýr þessu að einhverju leyti við í skrifum sínum um ‘móðursyni’, en þar er það móðirin sem útbýr hinn full- komna karlmann. Vissulega verður niðurstaðan á því sú að samband mæðgin- anna verður svo náið að sonurinn leitar alla ævi að hinni fullkomnu konu sem er spegilmynd móðurinnar (sem fullkomnaði hann sem karlmann, svo ég haldi áfram með þráð sálgreiningar Irigaray) og finnur, í Unu. Því auðvitað á lýsingin á hinni fullkomnu ástkonu bæði við móðurina og Unu. Þessi sifjaspellski undirtónn er síðan undirstrikaður enn þegar í ljós kemur að Doreen Ash ber sama eftirnafn og faðir Karls, maður sem hann hitti aðeins einu sinni. Sálgreining er víða undirliggjandi í skáldskap Steinunnar en Góði elskhuginn er sterkasta dæmið um hvernig höfundurinn vinnur beinlínis með þetta átakasvæði fræða og bókmennta. Tengslin milli sálgreiningar og bók- mennta eiga sér langa sögu sem er að mörgu leyti áhugaverðari en inngrip sálgreiningar í sálfræðina sjálfa. Steinunn grípur þekktar klisjur á lofti (hina sifjaspellsku ást sonar á móður og móður á syni sem Freud fjallaði um í kenn- ingum sínum um Ödipúsarduldina og er lykilatriði í mótun sjálfsverunnar) og brýtur þær saman eins og japanska origami-fígúru og skapar þannig eitthvað alveg nýtt úr þessum, að því er virðist, uppþornaða efniviði. Því Doreen Ash sálgreinir ekki aðeins Karl eftir þeirra fyrsta fund, heldur skrifar hún bók um samskipti þeirra og það sem hún ‘lærði’ af honum, bók sem hún nefnir Góða elskhugann. Þannig falla hlutverk höfundar og sálgreinanda saman, og saman við hlut- verk ástkonunnar, sem er sú sem býr til söguna um ástmanninn, hinn full- komna elskhuga, sem hún er sjálf ástfangin af.4 Karl, hinsvegar, hafnar ást hennar og flýr í skjól hinnar fullkomnu ástkonu sem hann hefur búið til. Samkvæmt útgefanda Góða elskhugans eftir Doreen Ash fjallar bókin „um
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144

x

Tímarit Máls og menningar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.