Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.06.2010, Page 42

Tímarit Máls og menningar - 01.06.2010, Page 42
42 TMM 2010 · 2 Úlfhildur Dagsdóttir Hryllingur! Hryllingur? Vampýran gengur laus „Að deyja, að vera raunverulega dauður, það hlýtur að vera dásamlegt,“ segir Drakúla greifi í mynd bandaríska leikstjórans Tod Browning, Dracula (1931).1 Honum varð að ósk sinni í lok myndarinnar, en virtist þó ekkert sérstaklega ánægður – enda gekk hann rækilega aftur í fram- haldsmyndum og nýjum útgáfum. Ungverski leikarinn Bela Lugosi hafði áður leikið Drakúla á sviði en frá og með kvikmyndinni varð yfir- bragð hans að ímynd vampýrunnar, ímynd sem hefur sannarlega ekki dáið, þótt vissulega hafi hún ummyndast nokkuð.2 Það er til dæmis vel hægt að sjá enduróm af Bela í Bill, aðal vampýruelskhuganum í Sookie Stackhouse, bókum bandarísku skáldkonunnar Charlaine Harris, en líkindin aukast enn í sjónvarpsþáttunum True Blood, eða Ekta blóð, sem byggðir eru á skáldsögunum.3 Þar er Bill leikinn af enska leikaranum Stephen Moyer, sem einmitt er dökkur og dularfullur eins og Bela, og talar nokkuð formlega ensku – en tungutak og framburður Bela skipti sköpum fyrir vel heppnaða vampýru-ímynd hans.4 Bill er ein af fjölmörgum vampýrum sem gengið hafa ljósum logum þennan fyrsta áratug nýrrar (þús)aldar og njóta almennra vinsælda. Ekta blóð hefur aukið enn á útbreiðslu sagna Harris, samhliða því að annar vampýru-bálkur, Ljósaskiptasería Stephenie Meyer, sem einnig er bandarísk, hefur skotist upp á næturhimininn, bæði í formi skáldsagna og kvikmynda. Þetta eru einungis þekktustu dæmin af heilu bókasafni vinsælla vampýrusagna sem grafið hafa um sig á síðasta áratug, allt frá vampýrubönunum Buffy og Anitu Blake (í sögum Laurells K. Hamilton), sem hófu reyndar göngu sína á tíunda áratug síðustu aldar, til hinnar léttlyndu vampýrudrottningar og vampýruskólanna sem finna má í nýlegum bókaflokkum MaryJanice Davidson, Richelle Mead og mæðgnanna Cast. Það sem einkennir þessar nýjustu endurholdganir
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.