Tímarit Máls og menningar - 01.06.2010, Blaðsíða 42
42 TMM 2010 · 2
Úlfhildur Dagsdóttir
Hryllingur! Hryllingur?
Vampýran gengur laus
„Að deyja, að vera raunverulega dauður, það hlýtur að vera dásamlegt,“
segir Drakúla greifi í mynd bandaríska leikstjórans Tod Browning,
Dracula (1931).1 Honum varð að ósk sinni í lok myndarinnar, en virtist
þó ekkert sérstaklega ánægður – enda gekk hann rækilega aftur í fram-
haldsmyndum og nýjum útgáfum. Ungverski leikarinn Bela Lugosi
hafði áður leikið Drakúla á sviði en frá og með kvikmyndinni varð yfir-
bragð hans að ímynd vampýrunnar, ímynd sem hefur sannarlega ekki
dáið, þótt vissulega hafi hún ummyndast nokkuð.2 Það er til dæmis vel
hægt að sjá enduróm af Bela í Bill, aðal vampýruelskhuganum í Sookie
Stackhouse, bókum bandarísku skáldkonunnar Charlaine Harris, en
líkindin aukast enn í sjónvarpsþáttunum True Blood, eða Ekta blóð, sem
byggðir eru á skáldsögunum.3 Þar er Bill leikinn af enska leikaranum
Stephen Moyer, sem einmitt er dökkur og dularfullur eins og Bela, og
talar nokkuð formlega ensku – en tungutak og framburður Bela skipti
sköpum fyrir vel heppnaða vampýru-ímynd hans.4
Bill er ein af fjölmörgum vampýrum sem gengið hafa ljósum logum
þennan fyrsta áratug nýrrar (þús)aldar og njóta almennra vinsælda.
Ekta blóð hefur aukið enn á útbreiðslu sagna Harris, samhliða því að
annar vampýru-bálkur, Ljósaskiptasería Stephenie Meyer, sem einnig er
bandarísk, hefur skotist upp á næturhimininn, bæði í formi skáldsagna
og kvikmynda. Þetta eru einungis þekktustu dæmin af heilu bókasafni
vinsælla vampýrusagna sem grafið hafa um sig á síðasta áratug, allt
frá vampýrubönunum Buffy og Anitu Blake (í sögum Laurells K.
Hamilton), sem hófu reyndar göngu sína á tíunda áratug síðustu aldar,
til hinnar léttlyndu vampýrudrottningar og vampýruskólanna sem
finna má í nýlegum bókaflokkum MaryJanice Davidson, Richelle Mead
og mæðgnanna Cast. Það sem einkennir þessar nýjustu endurholdganir