Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.06.2010, Blaðsíða 54

Tímarit Máls og menningar - 01.06.2010, Blaðsíða 54
Ú l f h i l d u r D a g s d ó t t i r 54 TMM 2010 · 2 þar til dimmir (2001/2010), segir frá Sookie Stackhouse, ljóshærðri og ekkert-allt-of-skarpri gengilbeinu í smábæ í Suðurríkjunum. Hún er sæt og fyndin en þykir dálítið skrýtin. Ekki að ástæðulausu, því hún getur lesið hugsanir og það truflar hana nokkuð í daglegu lífi. Sérstaklega hefur þetta haft slæm áhrif á kynlífið, en henni helst illa á karlmönnum því hugsanir þeirra reynast ekki alltaf eins og best verður á kosið. En svo kemur vampýran Bill inná barinn og allt breytist, því Sookie uppgötvar að hún getur ekki lesið hugsanir hans. Þegar hér er komið sögu er best að taka fram að í heimi Harris hafa vampýrur komið út úr skápnum í kjölfar þess að Japanir hafa náð að framleiða fullkomið gerviblóð og lifa nú meðal mannfólks í fullum rétti sem viðurkenndir borgarar – eða allavega að einhverju leyti viðurkenndir, því sögurnar fjalla að hluta til um vampýrur sem ofsóttan minnihlutahóp sem menn hafa mikla fordóma gegn. Að því leyti er staðsetningin í Suðurríkjunum mjög táknræn, þó það sé líka áhugavert að skoða þá tengingu í ljósi þess að þrátt fyrir að vampýrurnar gangi lausar, þá eru þær enn sýndar að hluta til sem hættuleg rándýr. Það skemmtilega við bækur Harris er auðvitað að heimska blondínan reynist alls ekki svo heimsk.32 Hún heyrir til dæmis vafasamar hugs- anir fólks sem vingast við Bill og bjargar honum frá bráðum bana, en vampýrublóð er vinsælt eiturlyf og vampýrur eru veiddar í þeim tilgangi að blóðmjólka þær. Í kjölfar þessara og annarra morða ná þau Bill saman og verða par og allt virðist í blóma. En bækurnar eru fleiri og dramað eykst og áherslan á glæpasöguna minnkar nokkuð meðan skvísusagan heldur sér í bland við aukna þátttöku hins yfirnáttúrulega, en fljótlega taka varúlfar að láta á sér kræla, svo álfar, djöflar, goðmögn … Einkenni sagnanna er leikandi húmor og skemmtilega írónísk sýn á vampýrurnar, en fyrir utan hinn dökka og svala Bill (nafnið er í sjálfu sér húmor: vampýran ‘Bill’???) hittir Sookie ljóshærðan og heillandi vampýruvíking, Erik, sem hrífst líka af henni. En hún er ekkert að láta þessa náunga komast upp með neinn ofurtöffaraskap og lætur þá bara heyra það. Að auki fara bækurnar frekar fínt í erótíkina og kyn- lífið, svona ekki ósvipað og Ljósaskiptasögurnar, sem greinilega skulda Harris þónokkuð (heillandi en dálítið skrýtin stelpa, hugsanalestur, varúlfar og svo framvegis), en gera meira útá að skoða hinn samfélags- lega þátt opinberunar vampýrunnar. Þess má geta hér að Drakúla hefur einmitt verið skoðuð í þessu samhengi, en þá aðallega útfrá fordómum gagnvart gyðingum, eins og kemur sérlega vel fram í Nosferatu.33 Þetta kemur meðal annars fram í glæpasöguþætti sagnanna, en þrátt fyrir að almenningur gruni næstu vampýru ævinlega um þau morð sem framin
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144

x

Tímarit Máls og menningar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.