Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.06.2010, Blaðsíða 72

Tímarit Máls og menningar - 01.06.2010, Blaðsíða 72
N a j a M a r i e A i d t 72 TMM 2010 · 2 halda. Mamma er slegin yfir hversu mjög hann hefur horast síðan síðast. Hún kemur með grillaðan kjúkling og kartöflumús og matar hann með teskeið. Hann ælir því öllu. Hann biður hana um að fara. Þetta áhyggju- fulla, aldraða sorgmædda fés. Hún tárfellir ofan í kartöflumúsina. Hann skammast sín. Hann lokar augunum og læst sofa. Hann rifar augun og núna borðar hún sjálf restina af matnum, með teskeiðinni, beint upp úr tupperware boxinu. Að lokum sofnar hann. Og það fossar yfir kletta og hljóðið er að sprengja á honum hausinn. Er ekki komið sumar? Hann krýpur aftur á hnjánum í litla baðherberginu og kastar upp. Hann liggur á farsóttardeild Ríkisspítalans. „Við hleypum þér ekki út,“ sagði læknirinn, „ónæmiskerfi þitt er í rúst, ef svo má að orði komast, við gerum allt sem við getum en ég get ekki lofað neinu.“ Hann fær sveppasýkingu í munnholið, í endaþarminn, á hendurnar. Hann er allt að því hárlaus á höfðinu. Hann hefur misst 25 kíló á þremur mánuðum. Hann heyrir Charlottu hringja í Stíg; hún heldur að hann sofi: „Þegar ég var hér í gær hjálpuðu tvær hjúkrunarkonur honum á klósettið, þær ætluðu að reyna að setja hann í bað. Ég stend í dyrunum og hann ælir þunnum grænum vökva í vaskinn. Síðan tek ég eftir að það rennur skítataumur niður annað lærið. Síðan líður yfir hann, fjandinn hafi það! Ég hélt hann væri dauður, Stígur, datt bara niður. En þær fundu púls. Báðu mig að kalla eftir aðstoð og það þurfti þrjár manneskjur til að lyfta honum upp og bera hann í rúmið. Þetta er svo niðurlægjandi. Hann lyktar langar leiðir. Þú neyðist til að koma og heimsækja hann.“ Hann veltir fyrir sér hvað hann hafi snert, snerti hann ekki klósettið, snerti hann stólinn, studdi hann sig ekki við stólinn á leiðinni yfir að vaskinum, hann hefur náð sér í bakteríur, bakteríur sem kannski hafa fundið sér leið inn í líkama hans? Hann vill ekki að Charlotta komi of nálægt sér. Hann biður hana stöðugt um að þvo sér um hendurnar. Hún kemur sjaldnar núna, þarf að vera í búðinni, er að undirbúa útsölu, það er brjálað að gera, sumarútsalan að bresta á, sú allrastærsta. Og, eins og hún segir, grátandi og taugaspennt: „Ég verð að halda áfram að lifa, ekki satt? Ég verð líka að hugsa um sjálfa mig.“ Það er niðurstaðan sem hún er búin að komast að, segir hún, þetta er líka búið að vera langt ferli, þannig séð, það eru liðnir meira en þrír mánuðir. Hún drekkur frá sér allt vit í garðveislunni hjá Stínu og Jakobi. Hún situr í kjöltunni á svörtum manni og syngur. Honum stendur á sama þótt hún láti ekki sjá sig í langan tíma. Svipir og skuggar og andlit nálgast hann um stund og hverfa síðan aftur. Ógleðin, snuðrandi hundur sem nuddar sínum blauta feldi að innan- verðu vélinda hans. Stöðugur niðurinn frá pípulögnunum eða frá hans
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144

x

Tímarit Máls og menningar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.