Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.06.2010, Blaðsíða 55

Tímarit Máls og menningar - 01.06.2010, Blaðsíða 55
H r y l l i n g u r ! H r y l l i n g u r ? Va m p ý r a n g e n g u r l a u s TMM 2010 · 2 55 eru þá kemur yfirleitt í ljós að morðinginn reynist mennskur. Þetta kallar á áhugaverðar vangaveltur um stöðu skrýmslisins og mörkin milli þess sem við álítum eðlilegt eða nefnum óeðli. Hrylla hrall hrullum hrollið Það er ekki annað hægt en að velta fyrir sér hvaða áhrif þessar vinsælu sögur af ástum vampýra hafi á vampýruna sem skrýmsli. Það er hæpið að flokka nokkuð af ofantöldum sögum sem hrollvekjur og því virðist næstum sem vampýran hafi verið tamin í þessum nýjustu vinsældum sínum og gerð að einskonar heimilisvini. Á hinn bóginn eru vampýrurnar tæplega alsaklausar, því þrátt fyrir að góðu vampýrurnar í Ljósaskiptum nærist á dýrum þá þyrstir þær í mannablóð. Vampýrurnar í bókum Harris geta þrifist á gerviblóði, en það kemur ekki í veg fyrir að þær kjósa mannablóð framyfir og nærast meðal annars á viljugum ‘blóð- gjöfum’, líkt og góðu vampýrurnar í Vampýruskólabókunum. Hinsvegar flækjast málin þegar til þess er tekið að vampýrurnar í síðarnefndu bókaflokkunum búa yfir þeim hæfileika að dáleiða með augnaráðinu (eins og Drakúla) og því hljóta allar spurningar um ‘viljuga’ blóðgjafa að vera vafasamar. Ekkert af þessu kemur þó í veg fyrir að allar sögurnar leggja sig fram við að gera skýran greinarmun á góðum vampýrum og vondum, sem auðveldar lesendum og áhorfendum að finna til samúðar og samsömunar með völdum vampýrupersónum. Fyrir utan slíka handhæga tvíhyggju má telja til ýmsar ástæður fyrir því að vampýran er orðin þetta alþýðleg. Undirliggjandi er aukið guðleysi samfélagsins samhliða þörf fyrir eitthvað til að dá og dýrka. Vampýran er fullkomin í hlutverkið, ofar í fæðukeðjunni, eilíf og ákaflega fögur – enda eru vampýrurnar í sumum þessara sagna, sér- staklega þó Ljósaskiptum, beinlínis guðlegar, eins og áður hefur verið bent á. Í kjölfar ‘dauða’ guðs hefur líftæknin með erfðatæknina í farar- broddi valdið grundvallarbreytingum á því hvernig manneskjan lítur á líkama sinn og líf, en þrátt fyrir að ýmsir draumar erfðafræðinnar hafi ekki reynst á rökum reistir þá hefur líftæknin breytt miklu fyrir líf og lífslíkur fólks (til dæmis minnkað þær í þriðja heiminum sem selur úr sér líffæri til að auka lífslíkur ríkra Vesturlandabúa). Í þriðja lagi, samfara þessu, er svo hin síaukna líkams- og æskudýrkun sem kemur einmitt svo vel fram í unglingabókunum, en þar gengur allt útá að vera unglingur að eilífu; eilíft líf er ekkert spennó ef þú ert orðin miðaldra, hvaðþá enn eldri (oj). Vampýrurnar í þessum bókum eru undantekningalítið glæsilegar og ofurgrannar (þetta er sérstaklega tekið
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144

x

Tímarit Máls og menningar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.