Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.06.2010, Blaðsíða 130

Tímarit Máls og menningar - 01.06.2010, Blaðsíða 130
D ó m a r u m b æ k u r 130 TMM 2010 · 2 Steinunn Sigurðardóttir býður ekki uppá svo þægilega niðurstöðu í bók sinni Góði elskhuginn. Í verkum sínum hefur Steinunn fjallað um ástina í ýmsum myndum. Frægasta saga hennar er líklega Tímaþjófurinn (1986), sem lýsir ástarsorg, áhrifum hennar og afleiðingum. Frá og með þeirri sögu hefur Steinunn haldið áfram að vinna með form ástarsögunnar, Ástin fiskanna (1993) fjallar um ást sem ekkert varð af, Hundrað dyr í golunni (2002) lýsir fornum ástum og Sólskinshestur (200) gengur útá ástleysi. Ástin kemur líka við sögu í Hjartastað (1995) og Jöklaleikhúsinu (2001) þótt ástarsagan sé ekki eins miðlæg þar, en aðalsöguhetjum beggja sagna er neitað um þá menn sem þær unna. Hanami: Sagan af Hálfdáni Fergussyni (1997) hverfist í lokin í ástarsögu, en þar er að finna eitt af fáum dæmum um ást sem felur ekki í sér sársauka. Tragedían er Steinunni því nærtækari en rómantíska kómedían, en húmorinn í sögum hennar flækir málin þó nokkuð. Í raun mætti lýsa ástarsögum Stein- unnar sem kómískum rómantískum tragedíum, þarsem kómedían styrkir tragedíuna, eykur á vægi hennar og teiknar upp sárari drætti en tragedían ein hefur á valdi sínu. Það eru því nokkur umskipti þegar höfundur slíkra sagna sendir frá sér ástarsögu sem endar vel, hamingjusamlega, með tilheyrandi sameiningu elskenda. Lesendur skulu þó ekki óttast að ég sé hér að gefa upp einhvern endi, því hinir farsælu endurfundir gerast í fyrsta hluta bókarinnar, nánar tiltekið á blaðsíðu 77 af 200. Á síðu 86 fær lesandi staðfestingu á að endurfundirnir leiða til þess að elskendurnir eiga framtíðina fyrir sér og þá mætti halda að sagan væri búin – eða hvað? Góði elskhuginn segir frá piparsveininum Karli Ástusyni sem getur ekki gleymt æskuástinni sinni, Unu. Hann er sonur einstæðrar – og einstakrar – móður sem deyr þegar hann er unglingur, en nokkru síðar hefur hann sam- band við Unu sem hann hafði elskað lengi á laun. Því sambandi lýkur sjö mánuðum síðar (tímasetningar eru mjög mikilvægar í bókum Steinunnar, og talan sjö er lykiltala í Tímaþjófinum) þegar Una segir honum upp, án útskýr- inga. Karl gengst uppí því að leika hlutverk hins fullkomna og tillitssama elsk- huga og gengur burt án þess að krefjast útskýringa en jafnframt ákveður hann að nú sé lífi hans í raun lokið, án hinnar fullkomnu ástar á hann sér enga fram- tíð. Hann byggir líf sitt upp í kringum þetta hlutverk hins góða, en ástlausa, elskhuga, flytur til Bandaríkjanna og auðgast á viðskiptum, sem hann kallar brask, og setur sjálfum sér leikreglur í kynlífi. Þær ganga útá regluleg skyndi- sambönd við konur, sem hann gerir ákveðnar útlitskröfur til, gerir allt til að fullnægja, en neitar sjálfum sér um fullnægingu – bæði líkamlega og þá full- nægju sem finna má í nánum samskiptum við ástvin. Una er honum glötuð að eilífu og því eru örlög hans þau að vera einn. Auk ástkvennanna er líf hans þaulskipulagt og til að tryggja að allt gangi upp hefur hann hina fullkomnu aðstoðarkonu. Bókin hefst á þeirri skyndiákvörðun Karls að fara heim til Íslands í von um að sjá Unu bregða fyrir, og áður en hann veit er hann flæktur í net furðulegra tilviljana sem á endanum leiða til þess að hann hringir í Unu, sem samþykkir
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144

x

Tímarit Máls og menningar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.