Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.06.2010, Blaðsíða 95

Tímarit Máls og menningar - 01.06.2010, Blaðsíða 95
K r a t a áva r p i ð TMM 2010 · 2 95 Thatchers, ekki þrátt fyrir markaðsvæðingu – heldur vegna hennar. Bæta má við að slíkt hið sama virðist nú gerast víða um lönd, ekki síst á Fróni. Ríkið verður að bjarga bönkum með skattfé, hrun þeirra virðist afleiðing frjálsari markaðshátta og skattar hækka fyrir vikið. Gray segir að markaðurinn búi ekki yfir sjálfvirkum samstillingar- mætti. Vélar geta „regúlerað“ sig sjálfar en markaðurinn er engin maskína. Markaðurinn er háður væntingum manna og því sé ekki hægt að spá fyrir um þróun mála á markaði. Þau öfl sem ráða markaðnum séu ekki vélræn öfl orsaka og afleiðinga. Hann segir réttilega um markaði: „… they are figments of human imaginations and expectations“ (Gray, 2002: 197). Ég held að það sé töluvert til í því sem þeir segja, hann og Stiglitz. Ég er handviss um að ósamhverfniskenningin sé sönn og að markaðurinn sé engin vél og því ekki sjálfsleiðréttandi. Þó má velta því fyrir sér hvort Gray hafi á réttu að standa um það hvernig markaðskerfið varð til á Bretlandseyjum en sú skoðun er ætttuð frá Karli Marx. Nefna má að frjálshyggjumenn á borð við Friedrich von Hayek hafa gagnrýnt þessa kenningu harkalega og segja að markaðurinn hafi vaxið friðsamlega sem jurt væri (jurt þessi þurfti ekki ríkisvökvun) (t.d. Hayek, 1954). Vegna vanþekkingar minnar á breskri hagsögu þori ég ekki að dæma um þetta. En mig skortir ekki þor til að spyrja hvernig Gray telji sig vita að fjöl- skyldan sé ein þeirra stofnana sem geri markaðinn mögulegan. Annað er að hann virðist nánast gefa sér að menn kjósi heldur betri efnahagsleg kjör en gott fjölskyldulíf. En ég vil segja honum til varnar að ef menn vilja ekki almennt hámarka nytjar sínar er vandséð að markaðurinn geti virkað sem skyldi. Það segir allavega Milton Friedman. Ef flestir markaðsgerendur á hnattvæddum markaði hugsa um hámarksgróða þá má ætla að fjölskyldan rústist, börnin alist ekki almennilega upp og verði lélegur starfskraftur fyrir vikið. Ég vil líka benda á að yfirleitt er tekjum ójafnar skipt í löndum þar sem markaðurinn er hvað frjálsastur. Til dæmis er ójöfnuður mun meiri í frjálshyggjuríkjum á borð við Bandaríkin, Nýja-Sjáland og Singapúr en í kratabælum eins og í Finnlandi og Svíþjóð (t.d. Wilkinson og Pickett, 2009: 23). Sé tilgáta þeirra Wilkinsons og Picketts rétt þá má ætla að ríkið þurfi að hreinsa pleisið eftir frjálshyggjupartíið því ójöfnuður þess valdi auknu ofbeldi og lakara heilsufari. Þetta segja þau reyndar nánast berum orðum, leiði lágir skattir og önnur frjálshyggjumennska til aukins ójafnaðar þá þurfi að borga ójafnaðar-reikninginn síðar með hærri sköttum (Wilkinson og Pickett, 2009: 246). Þannig staðfesta þau skötuhjú kenningu Grays þó með óbeinum hætti sé.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144

x

Tímarit Máls og menningar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.