Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.06.2010, Blaðsíða 15

Tímarit Máls og menningar - 01.06.2010, Blaðsíða 15
TMM 2010 · 2 15 Sjón Einu sinni var … – hugleiðing um sögur, áheyrendur, lesendur, rithöfunda og sögumenn „Einu sinni var …“ Hversu gamalkunnugt sem það verður og þvælt (eða margtuggið líkt og hápunktur týndrar Íslendingasögu á óslítandi pjötlu af kálfskinni sem velkist milli tanna ólæss vinnukarls á hungurtímum) þá megnar ekkert annað orðtak í mannlegum tungum að kalla fram jafn miklar væntingar hjá áheyrendum sínum og það. Í því búa fyrirheit um fyndni, hroll, depurð, hneykslan, sakleysi, fróðleik, réttlæti, orrustur, ástir, grimmd, furður, visku, kjánaskap, refsku, hefndir, íhugun – og hrollvekjandi fróðleik, hneykslandi visku, dapurlegar hefndir, furðu- legar ástir, íhugulan kjánaskap, fyndnar orrustur, réttláta bragðarefi, saklausa grimmd og grimmilegt sakleysi … „Einu sinni var …“ Hvort sem orðin eru þrjú eins og í íslensku, tvö eins og í litháísku „Vieną kartą“, eða eitt eins og í sanskrít „Kadājit“, þá er það í þögninni milli þeirra og næsta orðs sem allar sögur fæðast. Um leið og þau eru mælt af munni fram heyrum við rjálað við vél- búnaðinn sem eftir augnablik mun draga tjöldin frá víðfeðmasta sviðinu; moldargólfinu, fjalagólfinu, marmarastéttinni, malbikaðri hraðbrautinni, steppunum, granítklöppunum, fjallstoppunum, himn- unum; þar sem ský er jafn fast undir mennskum fæti og steinn á hafs- botni; staðnum, eða staðleysunni, þar sem röklistin gerist þjónn hins ómögulega og hinu mögulega er beitt í þágu hins órökræna. Og það er á þessu andartaki, í hvíldinni milli upphafsorðanna og söguefnisins sem opinberast að þeim loknum, sem áheyrendur og sögumaður gera með sér einn elsta samning sem þekktur er í mannlegu samfélagi: Hún/hann er Sögumaðurinn, þeir Áheyrendurnir. Þeirra framlag er að gefa sig sögu og sögumanni á vald. Hans er að flytja söguna frá upp- hafi til enda af slíkri hind að aldrei leiki vafi á undirgefni áheyrenda við
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144

x

Tímarit Máls og menningar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.