Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.06.2010, Blaðsíða 114

Tímarit Máls og menningar - 01.06.2010, Blaðsíða 114
Va l u r G u n n a r s s o n 114 TMM 2010 · 2 bíður hinum megin við verknaðinn. Kristalsnóttin var þannig einn stór brotinn búðargluggi. Bertholt Brecht (1898–1956) segir svipaða sögu frá öðrum sjónarhóli í „Ballöðunni um eiginkonu hermannsins“4 sem hann orti árið 1943. Þar segir frá því þegar téð eiginkona fær sendar gjafir frá hinum ýmsu stöðum sem maður hennar á leið um og þar með er rakin útþenslusaga Þriðja ríkisins í stuttu máli. Frá hinni fornu borg Prag fær hún háhælaða skó og frá Ósló hinum megin við sundið fær hún pels. Frá hinni ríku Amsterdam fær hún hatt og frá Brussel í Belgíu fær hún blúndur. Frá París, borg ljósanna, fær hún silfurslopp og frá Búkarest að sunnan fær hún rúmenska skyrtu. Þegar eiginmaðurinn er hinsvegar kominn alla leiðina til Rússlands fær hún ekkert sent í póstinum nema ekkjuslör. Hryllingsleikhús eða verslunarmiðstöð? Þegar litið er um öxl er okkur gjarnt að líta á Þriðja ríkið sem einhvers- konar hryllingsleikhús – eins konar Danse Macabre – þar sem mann- fyrirlitning og sadismi réðu ríkjum. En getur verið að fyrir samtíma- mönnum hafi það frekar verið eins og risavaxin verslunarmiðstöð? Rétt eins og sagt er að frumbyggjar Norður-Ameríku hafi selt Manhattan fyrir nokkrar perlur, má velta því fyrir sér hvort þýska þjóðin hafi selt Hitler land sitt í skiptum fyrir fólksvagna og ryksugur. Ef til vill var það einmitt það sem heillaði þjóðina, frekar en áróðurinn, gyðingahatrið eða uppgjörið við Versalasamningana. Slíkt fylgdi bara með í pakkanum. Það er reyndar svo að jafnvel eftir að stríðið braust út hafði margur neysluvarningur forgang yfir hergögn í Þýskalandi. Í Bretlandi höfðu lög verið sett á millistríðsárunum sem undirbjuggu landið fyrir Total War, eða allsherjarstríð og tóku gildi um leið og stríðið braust út. Lögin fólu það í sér að allur efnahagur landsins var miðaður við stríðsrekstur strax frá fyrsta degi. Það sama gilti um önnur stórveldi sem tóku þátt í stríðinu. Aðeins Þjóðverjar voru tregir til. Það var ekki fyrr en í febrúar 1943 þegar Göbbels hélt ræðu í Berlin Sportpalast, að hann spurði þjóðina hvort hún vildi allsherjarstríð. Þetta var nokkrum vikum eftir endalok orrustunnar við Stalíngrad og í fyrsta sinn sem háttsettur nasisti viðurkenndi að stríðið gengi ef til vill ekki alveg að óskum og að erfiðir tímar væru í nánd (nokkurs konar „Guð blessi Ísland“ ræða). Fyrir ofan hann var borði sem á stóð: „Totaler Krieg – Kürzester Krieg,“ eða „Allsherjarstríð er stysta stríðið.“ Viðstaddir áhorfendur svöruðu spurningunni játandi og fögnuðu ákaft, enda höfðu þeir verið valdir sérstaklega af áróðursmálaráðherr-
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144

x

Tímarit Máls og menningar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.