Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.06.2010, Blaðsíða 37

Tímarit Máls og menningar - 01.06.2010, Blaðsíða 37
Í s l a n d , a n n o n ú l l TMM 2010 · 2 37 greiddu sjálfum sér óheyrilegar arðgreiðslur úr fyrirtækinu síðustu þrjú ár fyrir hrun.46 Íslensku athafnamennirnir virðast hafa fylgt vel skil- greindri aðferð sem fólst í því að skafa öll verðmæti úr þeim fyrirtækjum sem þeir komust yfir, í formi arðgreiðslna og lána. Þær eignir sem ekki var hægt með góðu móti að losa voru veðsettar í botn. Skýrslu Viðskiptaráðs frá 2006 má skoða sem minnisblað um allt sem við áttum í vændum, en í framtíðarhópi ráðsins voru þekkt andlit úr viðskiptalífinu eins og Ágúst Guðmundsson hjá Bakkavör Group, Bjarni Ármannson, forstjóri Íslandsbanka, Finnur Ingólfsson forstjóri Vís hf., Gunnar Páll Pálsson formaður VR, Hreiðar Már Sigurðsson forstjóri Kaupþings Banka hf., Róbert Wessman forstjóri Actavis Group hf., Þór Sigfússon forstjóri Sjóvár hf. og Þórður Már Jóhannesson for- stjóri Straums-Burðaráss fjárfestingabanka. Verkefni framtíðarhópsins og frjálshyggjumannanna sem ritstýrðu skýrslunni var að gera Ísland að samkeppnishæfasta landi heims á aðeins tíu árum.47 Af skýrslunni má glögglega sjá að stefna átti á áframhaldandi vöxt íslenskra fyrirtækja erlendis, auk þess sem gera átti landið að miðstöð alþjóðlegrar fjármálaþjónustu. Í samræmi við það sjá skýrsluhöfundar fyrir sér aukna einkavæðingu skólakerfisins á öllum stigum, svo og heilbrigðiskerfisins, t.d. með því að láta einkaaðila fjármagna hátækni- sjúkrahús (66) og leggja áherslu á einkareknar heilbrigðisstofnanir (67). Framtíðarhópurinn vill auka frelsi lífeyrissjóða til fjárfestinga (49), koma á einkareknu almannatryggingakerfi (68), færa samgöngumál til einkaaðila (69) og leggja niður íbúðarlánasjóð. Sjóðurinn á fremur að gangast í ábyrgð fyrir þau lán sem einkaaðilar veita: „Til að veita ein- staklingsframtakinu meiri aðkomu að slíkri starfsemi mætti hugsa sér að slík stofnun veitti ekki beinlínis lán heldur veitti þess í stað ábyrgð fyrir láni sem banki eða önnur lánastofnun veitti. Árið 2015 ætti ríkið að vera hætt öllum beinum lánveitingum til fyrirtækja og einstaklinga og eftirláta þann markað einkaaðilum á fjármálamarkaði“ (70). Hvers konar áhættu ætli bankarnir hefðu tekið á íslenskum fasteignamarkaði með íbúðarlánasjóð sem ábyrgðaraðila? Skýrsla Viðskiptaráðs er til allrar hamingju aðeins myrk hugarmynd þess Íslands sem hefði getað litið dagsins ljós árið 2015. Hún er kortlagning á algjöru hruni íslensks efnahags, lýsing á ólandi (dystópíu) þar sem öllum verðmætum þjóðarinnar hefur verið sólundað. Búið er að leggja mennta- og heilbrigðiskerfið í rúst, almannatryggingarkerfið er hrunið og lífeyris- sjóðirnir löngu tæmdir. Allt var þetta gert eftir kúnstarinnar reglum, eftir forskrift sem festist í sessi á fyrstu árum aldarinnar og allir hér á landi þekkja nú til hlítar sem hina marglofuðu íslensku fjármálaaðferð.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144

x

Tímarit Máls og menningar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.