Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.06.2010, Blaðsíða 17

Tímarit Máls og menningar - 01.06.2010, Blaðsíða 17
E i n u s i n n i va r … TMM 2010 · 2 17 sögumanninn í sjálfheldunni að það er ekki bara í veruleikanum að dyr opnast í þverhnípt bergið að baki manni þegar mikið ríður á. Því eins og áður var nefnt hefur sögumaður samkvæmt samningnum jafn mikið leyfi til að flækja söguþráðinn og honum ber skylda að halda honum til haga. Og nú bregst hann við efagirni áheyrendanna með því að víkja óvænt út af söguþræðinum þar sem Prins hefur villst frá mönnum sínum í skóginum, þar sem Öskubuska flysjar rófur í bakgarðinum, þar sem döpur Prinsessa speglar sig á svölunum, þar sem Kolbítur situr mæddur í vegarbrúninni eftir að hafa verið rasskelltur af bræðrum sínum – og hann segir eins og ekkert sé sjálfsagðara: „Í klettaskúta þar suður frá býr sér hreiður fuglinn Gullinló …“ Um leið og hann mælir þetta, skotrar hann augum á áheyrendahópinn og sér að hann hefur hitt í mark. Eftirvæntingin í andlitunum segir honum að ekkert þeirra hafi heyrt um þennan furðufugl áður. Og nú gefur sögumaður sér góðan tíma í að telja upp allt sem gerir þennan fugl svo furðulegan; hann er með ljóst mannshár á brjósti, hann verpur gagnsæjum eggjum, hann sækir ungum sínum fæðu í blágulan sól- roðann sem bryddar klettana fyrst á morgnana, og hann syngur röddum tveim og þær vindast hver um aðra eins og vafningsjurt um trjástofn, upp kotvegg, upp hallarvegg, um vegarhlið … En þegar hann hefur fangað áheyrendurna svona með útúrdúrnum um sinn nýskapaða Gull- inló sendir hann fuglinn fljúgandi inn í söguna sem hann er að segja, og hann lætur hann setjast á brotið vagnhjól í vegarbrúninni, á gullið handrið svalanna, á slútandi þakskeggið í bakgarðinum, á laufgaða grein í skóginum, þar sem hann tístir tvíraddað og léttir lund Prins eða Öskubusku, Kolbíts eða Prinsessu áður en ævintýri þeirra heldur áfram – og þá er sagan orðin sem ný í huga áheyrendanna. Sögumaður hefur sýnt og sannað að það er hún/hann sem hefur alla þræði ævintýrisins í hendi sér, að þræðirnir eru margþættari en nokkurn viðstaddan grunar, að þótt það sé jafn gamalt tungumálinu þá er heimur þess enn ekki að fullu kannaður. „Einu sinni var …“ Ég efast um að til sé sá sagnahöfundur í nútím- anum sem ekki stendur fullur auðmýktar andspænis þessum orðum. Því það er sama hversu klár við verðum í að finna skáldsögum okkar önnur upphafsorð (og það þekkja þeir sem reynt hafa að er ein mesta þrautin sem nokkur höfundur stendur frammi fyrir), þau svífa ósýnileg fyrir augum lesandans í hvert sinn sem hann hefur lestur nýrrar sögu, taka af okkur orðið áður en við komumst að með nýjungina. Eins og segir í tékkneska ævintýrinu sem okkur var flutt fyrir tæpum hundrað árum af þýskumælandi gyðingi frá Prag og hefst í raun og veru svona:
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144

x

Tímarit Máls og menningar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.