Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.06.2010, Blaðsíða 60

Tímarit Máls og menningar - 01.06.2010, Blaðsíða 60
Ú l f h i l d u r D a g s d ó t t i r 60 TMM 2010 · 2 enn meira í dag er hvernig henni er stillt upp sem spegilmynd mann- eskjunnar og krefur lesendur og áhorfendur sína um að horfa í þennan spegil og velta fyrir sér muninum á okkur og ‘hinum’, og þarmeð okkar eigin mennsku. Kannski lýsa lokalínurnar í Saklaust blóð þessu nýja tvíræða viðhorfi til vampýrunnar best, en undir lok kvikmyndarinnar gengur Marie í átt að sólarupprásinni, ákveðin í að farga sjálfri sér – einmitt af því hún er svo mikið skrýmsli. Joe bjargar henni á síðustu stundu og játar henni ást sína. Vampýran bendir honum á að hún lifi á blóði og drepi menn og því svarar hann einfaldlega: „Ef þú værir fullkomin þá værirðu ekki á lausu.“ Tilvísanir 1 Á frummálinu: „To die, to be really dead, that must be glorious.“ 2 Hrollvekjufræðingurinn David J. Skal fjallar um ýmsar hliðar þessarar Drakúlaímyndar í bráðskemmtilegri bók sinni Hollywood Gothic: The Tangled Web of Dracula from Novel to Stage to Screen, London, André Deutsch 1992 (1990). 3 Nú er fyrsta bókin í þessari seríu komin út í íslenskri þýðingu Höllu Sverrisdóttur: Dauð þar til dimmir (Reykjavík, Forlagið 2010). 4 Aðalkarlhetja Ljósaskiptaseríunnar er líka leikin af enskum leikara. Það segir kannski sitt um heimsþorpið svokallaða að nú þykir ekki lengur þörf á að leita til Austur-Evrópu eftir framand- leika, England nægir. 5 Charlaine Harris heldur því fram að það sé auðvelt fyrir ástarsöguhöfunda að færa sig yfir í að skrifa um hið yfirnáttúrulega og bendir á að eftir að hafa skrifað um pör sem fá endalausar full- nægingar samtímis, þá geti hið yfirnáttúrulega ekki verið svo fjarlægt. („I guess after writing about couples who always have simultaneous orgasms, the supernatural doesn’t seem so out- landish“, sjá: http://www.scifiguy.ca/2009/06/review-urban-fantasy-special-issue-from.html, skoðað 270210). Ég kann Dagbjörtu Kjartansdóttur í bókabúðinni Nexus góðar þakkir fyrir að benda mér á þessa ágætu athugasemd Harris og jafnframt að fræða mig um fyrirbærið yfirnátt- úrulegar ástarsögur. 6 Bókmenntasögu vampýrunnar, með áherslu á rætur í rómantíkinni, má meðal annars finna í: Mario Praz, The Romantic Agony, ensk þýð. Angus Davidsson, London, Oxford University Press 1951 (1933), Margaret L. Carter, Shadow of a Shade: A Survey of Vampirism in Literature, New York, Gordon Press 1975, og James B. Twitchell, The Living Dead: A Study of the Vampire in Romantic Literature, Durham, N.C., Duke University Press 1981. 7 Það væri að æra óstöðugan (og það er augljóst að greinarhöfundur er ekki mjög stöðugur) að ætla að ná utanum um umræðuna um vampýrur og erótík og (hættulega) kynhvöt kvenna. Meðal annars deilir fræðifólk enn um stöðu konunnar í Drakúla; leysir greifinn kynhvöt kvenna úr læðingi eða er bókin táknsaga um bælingu konunnar? Sem dæmi um þessi fræðilegu átök má nefna bráðskemmtilega bók Ninu Auerbach, Our Vampires, Ourselves, Chicago og London, The University of Chicago Press 1995 og öllu varhugaverðara verk Bram Dijkstra, Idols of Perversity: Fantasies of Feminine Evil in Fin-de-Siècle Culture, New York og Oxford, Oxford University Press 1986. Einnig má nefna greinar Roberts Tracy og Reginu Gagnier, „Loving You All Ways: Vamps, Vampires, Necrophiles and Necrofiles in Nineteenth-Century Fiction“ og „Evolution and Information, or Eroticism and Everyday Life in Dracula and Late Victiorian Aestheticism“, í Sex and Death in Victorian Literature, ritstj. Regina Barreca, London, Mac- Millan 1990 og grein Sian Macfie, „’They suck us dry’: A Study of Late Nineteenth-Century
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144

x

Tímarit Máls og menningar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.