Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.06.2010, Blaðsíða 35

Tímarit Máls og menningar - 01.06.2010, Blaðsíða 35
Í s l a n d , a n n o n ú l l TMM 2010 · 2 35 vandræðum vegna aðkomu sinnar að vafasömum viðskiptavafningum og ótrúlegri skuldsetningu, með ólöglegum arðgreiðslum35 og með því að þiggja himinháa styrki frá fyrirtækjum.36 Þeir hafa einnig komið beint að málefnum bankanna með því að sitja í sjóðum þeirra og ráðum. Síðast en ekki síst ber Kjartan Gunnarsson, fyrrverandi framkvæmda- stjóri Sjálfstæðisflokksins og varaformaður bankaráðs Landsbankans höfuðábyrgð á Icesave ásamt bankastjórunum tveimur og Björgólfi Guðmundssyni, formanni bankaráðs, á meðan einn af varaþing- mönnum flokksins vann við það í markaðsdeild Landsbankans að afla Icesave-reikningunum brautargengis í útlöndum.37 Í fljótu bragði mætti ætla að almenningur felldi þunga dóma um slíkt framferði flokksmanna. Raunin var þó sú að á vordögum 2010 var flokkurinn aftur orðinn stærsti flokkur landsins í skoðanakönnunum og sveiflaðist fylgi hans frá 35% upp í yfir 40% fylgi.38 Á þeim tíma sem fylgið var komið yfir 40% hafði enginn af þingmönnum flokksins tekið sér tímabundið leyfi frá þingstörfum, eins og Þorgerður Katrín Gunn- arsdóttir og Illugi Gunnarsson áttu eftir að gera í apríl 2010, svo að fylgisaukningin tengdist ekki uppgjöri á hruninu með neinum hætti.39 Slíkan almennan stuðning er erfitt að skýra sem andvaraleysi eða góð- ærismeðvirkni þegar komið er rúmlega eitt og hálft ár inn í kreppu og hlýtur að vekja upp spurningar um hvort bein ábyrgð almennings í hruninu og aðdraganda þess sé meiri en skýrslan gefur til kynna. Kjós- endur telja það að minnsta kosti ekki neina frágangssök þótt stjórn- málamennirnir hafi tekið beinan þátt í því hegðunarmynstri sem svo mjög er gagnrýnt í rannsóknarskýrslunni.40 3) Var íslenska efnahagshrunið af hinu góða? Ég heyrði spurninguna fyrst á málefnafundi á vegum Siðfræðistofnunar Háskóla Íslands vorið 2009. Vilhjálmur Árnason heimspekingur stýrði fundinum, en frum- mælendur voru Bryndís Hlöðversdóttir forseti lagadeildar Háskólans á Bifröst, Sigurður Árni Þórðarson prestur í Neskirkju og Árni Bergmann rithöfundur, háskólakennari og fyrrverandi ritstjóri.41 Allir fyrirlesar- arnir svöruðu spurningunni neitandi, enda erfitt að sjá nokkuð jákvætt við það hörmungarástand sem bankakreppan hefur leitt yfir þjóðina. Spurningin sat þó í mér vegna þess að henni mátti svara játandi að gefnum ákveðnum forsendum. Íslenska efnahagshrunið er varla af hinu góða í þeim skilningi að í því felist náðarfall í líkingu við það sem greina má í kristinni hugmyndafræði, þar sem siðferðileg þekking sprettur úr mikilli raun og lyftir að lokum þeim hrjáðu upp á hærra andlegt plan.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144

x

Tímarit Máls og menningar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.