Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.06.2010, Blaðsíða 58

Tímarit Máls og menningar - 01.06.2010, Blaðsíða 58
Ú l f h i l d u r D a g s d ó t t i r 58 TMM 2010 · 2 fram að einmitt með því að færa vampýruna í form rómantíkurinnar, með tilheyrandi undirtónum ástar og alsælu, sé unnið með þanþol afskræmingarinnar og óeðlisins á alveg nýjan hátt og í nýju samhengi. Leyfðu þeim rétta að koma inn Ástarsagan er vissulega til staðar í sænsku vampýrusögunni, Låt den rätte komma in (2004) eða Leyfðu þeim rétta að koma inn, eftir John Ajvide Lindqvist, sem var kvikmynduð árið 2008 af Tomas Alfredson. Þó er hún allnokkuð ólík þeim sögum sem hér hafa verið ræddar því ástirnar sem hér um ræðir eru á milli tveggja barna, á þrettánda ári. Það að annað barnið er nokkuð öldruð vampýra flækir svo enn málin. Þar sem sögusviðið er úthverfi Stokkhólmsborgar mætti næstum álíta að hér sé enn eitt dæmið um tamningu vampýrunnar og tilfærslu hennar yfir á svið hins heimilislega, en svo reynist sannarlega ekki. Vampýran Eli lítur út eins og tólf ára stúlka, en er í raun geltur strákur sem hefur lengi verið tólf ára. Þegar hún flytur, með aðstoðarmanni sínum í nýja íbúð í grárri blokk í ömurlegu úthverfi, kynnist hún Óskari, sem er lagður í einelti af skólabræðrum sínum. Það að hafa vampýruna sem barn er augljóst dæmi um tilraun til að skapa samúð með vampýrunni og gera persónu hennar á einhvern hátt saklausari. Þetta nýtti Rice sér í sínum sögum með því að gera stúlkubarnið Claudiu að vampýru – en hún var reyndar mun yngri en Eli.39 Á hinn bóginn eykur það einnig á óhugnaðinn að blanda börnum inn í málið, ekki síst með tilliti til þáttar barnaníðinga í sögunni, en aðstoðarmaður Eli er barnaníðingur, auk þess sem Eli sjálf/ur, fyrir langa löngu, var geltur og gerður að vampýru af barnaníðingi.40 Með til- liti til þessa skapast alveg nýjir undirtónar í sambandi Óskars og Eli, því nú er það Eli sem er ‘eldri’ aðilinn í sambandinu. En Lindqvist lætur sér ekki nægja að nota vampýruna sem táknmynd fyrir misnotkun og vald, heldur ítrekar hann einnig ofbeldi og grimmd barna í sögunni, eins og kemur fram í eineltinu sem Óskar verður að þola. Á þennan hátt nýtir hann vampýruna til að reyna á ýmsar hliðar hennar og vampýrismans, allt frá því að vinna með hina nýju ‘jákvæðu’ ímynd vampýrunnar, til þess að draga fram þann hrylling sem fylgir henni – hrylling sem hann þó passar sig vandlega á að staðsetja innan hins hversdagslega heims úthverfisins með tilheyrandi einangrun og innilokun sem skapar kjöraðstæður, ekki aðeins fyrir vampýruna heldur líka barnaníðinginn og fyrir einelti. Að þessu (og ýmsu öðru) leyti er þessi sænska skáldsaga eitt áhuga-
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144

x

Tímarit Máls og menningar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.