Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.06.2010, Blaðsíða 8

Tímarit Máls og menningar - 01.06.2010, Blaðsíða 8
H a l l g r í m u r H e l g a s o n 8 TMM 2010 · 2 ekki bara höfundur kvótakerfisins heldur kvótakóngur sjálfur. Finnur flokksins fékk ekki bara að vera Seðlabankastjóri heldur líka gefins ríkisbanka. Allt í einu var stjórnmálamaður orðinn milljarðamæringur, í krafti flokks síns. Snargalið ástand. Jafnvel maður sem var að byrja í pólitík hóf þann leik með nokkur hundruð milljónir í vasanum. Gamli bændaflokkurinn var orðinn fjárglæfraflokkur. 7. Því var ekki skrýtið þótt formenn hinna flokkanna ættu í vandræðum með að fóta sig á þessum hála velli. Þau Steingrímur J. og Ingibjörg Sólrún reyndu enn að stunda stjórnmál upp á gamla mátann. Sú síðar- nefnda hélt ræðu í Borgarnesi í janúar 2006 og talaði til skynseminnar, mælti með almennum reglum og heilbrigðu samkeppnisumhverfi. Ræddi um pólitík, ekki persónur. En menn sem voru hættir í pólitík og komnir á kaf í persónustríð skildu ekki orð hennar. Þeir stóðu langt inni í teig og heimtuðu víti á andstæðinginn. Höfðu þarafleiðandi hvorki tíma né aðstöðu til að huga að almennum reglum leiksins. Fyrir þeim talaði „þessi kona“ aðeins fyrir hitt liðið, Baugsliðið. Flokkur hennar hlaut að vera fjármagnaður af fyrirtækinu. Í raun var hann ekkert annað en „dótturfyrirtæki auðhrings“! Stjórnmálin voru komin á bulluplanið. Hvernig í ósköpunum var hægt að stunda póltíska umræðu í þessu andrúmslofti? Hvernig í ósköpunum var hægt að halda haus á þessum árum? Hvað áttum við sem í stúkunni sátum að gera? Sitja þegjandi og fylgjast með forsætisráðherranum og flokki hans atast með fautaskap inni á vellinum gegn liði, sem á endanum reyndist engu skárra en hann sjálfur, eða reyna benda á það sem allir sáu og kjósa það sem flestir þráðu: Sanngjarnar reglur sem allir yrðu að fylgja og stjórnmál sem fjölluðu um þjóðfélagið en ekki einstök hlutafélög. Það er óendanlega sorglegt að manneskja sem hafði átt farsælar stundir í pólitík, sem sögulegur borgarstjóri í níu af tólf ára löngum merihluta vinstrimanna, skuli hafa mátt enda ferilinn í slagtogi við viðskiptastríðs- menn. Kosningaúrslit neyddu hana í faðm Geirs Haarde, hins bangsalega bestaskinns sem engum gat líkað illa við, en reyndist þó á endanum einn hættulegasti stjórnmálamaður Íslandssögunnar. Við trúðum því mörg hver með Sollu og Samfó að undir Geir væri Sjálfstæðisflokkurinn betri flokkur, sanngjarnari, stjórntækari. Við eigum því seint eftir að fyrirgefa Samfylkingarforkólfum að hafa viðhaldið vitleysunni, að hafa framlengt valdatíð Davíðs Oddssonar um tæp tvö ár.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144

x

Tímarit Máls og menningar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.