Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.06.2010, Blaðsíða 53

Tímarit Máls og menningar - 01.06.2010, Blaðsíða 53
H r y l l i n g u r ! H r y l l i n g u r ? Va m p ý r a n g e n g u r l a u s TMM 2010 · 2 53 viljugra blóðgjafa og forðast að drepa fólk þá hika nornavampýrurnar ekki við að drepa – venjuleg vampýra verður að nornavampýru ef hún drepur – og líta svo á að mannkynið sé aðeins hentugur búfénaður. Þessar nornavampýrur, líkt og vondu vampýrurnar í Ljósaskiptum, eru því greinilega fulltrúar hinnar hefðbundnu vampýru hrollvekjunnar, hinnar drakúlísku, ef svo má segja. Í sögunum um Hús næturinnar eru vampýrur sjálfsagður hluti sam- félagsins en halda sig þó dálítið út af fyrir sig. Þó eru þær áberandi í listaheiminum, flestallar stjörnur kvikmynda, leiklistar og tónlistar eru vampýrur, enda svo áberandi fagrar og heillandi, líkt og í Ljósaskipt- unum og Vampíruskóla-bókunum. Einstaka manneskjur hljóta þau örlög að geta orðið vampýrur, en fyrst þarf að ganga í gegnum fjögurra ára nám í Húsi næturinnar og segir sagan frá stúlku, Zoey, sem er merkt vampýrisma og hefur nám í skólanum. Hún kemst fljótlega að því að ekki eru allar vampýrur tilbúnar að samþykkja það að lifa í sátt og samlyndi við mannfólkið, auk þess sem hún kemst í kast við illvíga vampýrudrauga og eitthvað sem líkist vampýru-uppvakningi. Í báðum þessum seríum er heilmikil áhersla lögð á töfra, en vampýrurnar eru ekki aðeins ódauðlegar, sterkar og fallegar, heldur líka göldróttar og eiga sér sinn eigin goðsagnaheim. Yfirnáttúrulegar ástir Allar ganga þessar sögur út á unglingaástir með tilheyrandi ofur- dramatík sem greinilega hittir gersamlega í mark, aðallega meðal ungra kvenna, en einnig hinna eldri og – sem er á einhvern hátt einkennilega gleðilegt – meðal (aðallega ungra) karlmanna. Vissulega er þessi mikla ást blönduð ógnum af ýmsu tagi, sem felast þá helst í flokkadráttum vampýrunnar, sem er hvað skýrast útfærð í Vampíruskóla-bókunum, sem bjóða bókstaflega uppá tvær tegundir vampýra. Að þessu leyti sverja sögurnar sig mjög í ætt gotnesku ástarsögunnar, en hún ein- kennist einmitt af því að ung kvenhetja verður ástfangin – yfirleitt af röngum manni – og þarf að vinna sig í gegnum ýmsa hættulega leyndardóma áður en hamingjan nær að blómstra í lokin. Kvenhetjan í gotnesku ástarsögunni neyðist því til að gerast einskonar spæjari, því hún þarf að leysa úr leyndardómunum til að vita hvort ástin sé örugg.31 Það er þessi tegund ástarsögunnar sem er hvað greinilegast undirliggjandi í sögunum af Sookie Stackhouse (og setur líka mark sitt á Vampíruskólann og Hús næturinnar), en bækur Harris sverja sig mjög í ætt við glæpasögur, eins og áður hefur komið fram. Fyrsta sagan, Dauð
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144

x

Tímarit Máls og menningar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.