Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.06.2010, Blaðsíða 57

Tímarit Máls og menningar - 01.06.2010, Blaðsíða 57
H r y l l i n g u r ! H r y l l i n g u r ? Va m p ý r a n g e n g u r l a u s TMM 2010 · 2 57 því þrátt fyrir að mikið sé lagt uppúr hetjulegum aðförum og glamúr – en líkt og í myndunum um vampýrubanann Blade er mikil áhersla lögð á glæsileika (dálítið síðkápukenndan, í anda Matrix-myndanna) – þá er yfirbragð þeirra myrkt og áhersla lögð á að þetta sé heimur óvætta. Enn annað sem gerir Undirheima-myndirnar áhugaverðar í þessu samhengi er einmitt staða skrýmslisins. Almennt er ljóst að þegar skrýmslið, vampýran, verður að aðalsöguhetju og jafnvel sögumanni verks, þá breytist viðhorfið og verður jákvæðara, bækur Rice eru gott dæmi um þetta. Þær voru þó fyrst og fremst hrollvekjur. Í bókum Meyers og Harris eru kvenhetjurnar mennskar og í vampýruskólabók- unum eru þær ekki nema hálfvampýrískar (önnur bókstaflega, hin sem nemi). Ólíkt þessu er Buffy, svo við tökum hana aðeins með, í raun nær skrýmslinu en manneskju, vegna óvenjulegra krafta sinna. Undirheim- arnir og Buffy standa þó nær hrollvekjunni en skvísu/unglingabækurnar sem flækir enn málin. Kannski það sé bara eðlilegt að vampýran, sem er umfram allt vera á mörkum – lifandi og dauða, guðs og manns, dýrs og manns, jafnvel konu og manns því vampýran er alltaf dálítið hinsegin – hafi hér tekið yfir nýjar markalínur, þær sem liggja milli bókmenntagreina en þó aðallega milli hefðbundinna skilgreininga á því hvað telst vera skrýmsli og hvað ekki.35 Segja má að vampýran sé því, og hafi reyndar alltaf verið, sérlega áhugavert tæki til að kanna ýmis mörk og þannig hefur hún verið notuð í gegnum tíðina í skáldskap og fræðum.36 Fyrir utan að vera notuð sem tákn þeirra sem eru á einhvern hátt utangarðs í samfélaginu – eins og gyðingar í Nosferatu og gotharar í Lost Souls – þá hefur vampýran líka verið notuð á listrænan hátt til að kanna mörk drauma og veruleika, eins og mynd Dreyers, Vampyr (1932), og ýmis verk myndlistarinnar (Vampýra (eða Ást og sársauki 1894) Edward Munch og Martröð (1781) Henry Fuseli) eru þekktustu dæmin um.37 Hinsegin undirtónar vampýrunnar hafa sömuleiðis iðulega verið nýttir og þá aftur í sam- hengi við ofsótta jaðarhópa.38 Þrátt fyrir að þessar nýju vampýrur virðist á einhvern hátt léttvægari en fyrirrennarar þeirra – en ástarsagan hefur löngum þótt enn ómerki- legri en hrollvekjan, og þá er mikið sagt – þá er ljóst að í þessum verkum er enn unnið með þessi mörk hins viðurkennda. Eins og áður hefur komið fram er þetta hvað greinilegast í bókum Harris og að nokkru leyti í Ekta blóði, en þar er gengið nokkuð langt í því að líkja vampýrum við ofsóttan minnihlutahóp, með tilheyrandi andstæðingum fullum af trúarofstæki. En það má líka sjá þetta allt í einfaldara ljósi og halda því
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144

x

Tímarit Máls og menningar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.