Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.06.2010, Side 78

Tímarit Máls og menningar - 01.06.2010, Side 78
Á r m a n n J a k o b s s o n 78 TMM 2010 · 2 eru ekki háir í lofti eða ofan við sjóndeildarhring lítilla barna. En ef til vill skipti líka máli að brunahanar eru gagnlegir og hógværir. Án þeirra yrði eldurinn ekki slökktur. Því grunar mig stundum að það séu rökleg vensl milli þessara tveggja ólíku minninga, brunahananna og eldsins í næsta húsi. Núna löngu seinna er ég talsvert eldhræddur. 2 Eins og ég hef formað þessa fyrstu minningu er ég forvitinn frekar en hræddur. Eiginlega nánast hlutlaus áhorfandi sem virðir kuldalega fyrir sér ósköpin hinum megin við götuna. Kannski varð ég hræddur og gat ekki sofið þetta kvöld. Getur verið að ég muni þetta einmitt þess vegna? En í því tilviki hef ég snemma hreinsað óttann úr þessari minningu. Hann beið Holtaborgar. Elsta óttaminningin mín er frá leikskólanum. Ég var fimm ára. Bróðir minn var veikur og ég aleinn úti að leika mér á Holtaborg. Veður var napurt og þrjú nafntoguðustu hrekkjusvín rauðu deildarinnar buðust til að setja upp Kardimommubæinn með mig í hlutverki Bastíans bæjarfógeta en þeir upplagðir í hlutverk ræningjanna sem ég ætti þá að handtaka. Ég tók þessu boðinu því að ég skildi ekki þá að hrekkjusvín leika öll leikrit eftir eigin handriti. Í þessari leikgerð sneru ræningjarnir þrír taflinu við og lokuðu Bastían bæjarfógeta inni í litlum kofa. Þá var ég hræddur við hrekkjusvín. Núna hræðist ég iðnaðarfélags- stjórann í Hans klaufa, þann sem er verstur af því hann er skilnings- laus. Annarrar ættar og líklega síður frumstæður var tilvistarótti fimm ára barnsins. Ég lá undir sænginni minni í Álfheimum og hugsaði: Ætli ég verði sami maður þegar ég verð fullorðinn? Ætli ég muni þá hvernig er að vera fimm ára? Ég einsetti mér að muna þessa stund og það tókst. En mistókst samt því að ég man aðeins óljóst hvernig er að vera fimm ára. Og þekki aðeins líffræðilega rétta svarið við því hvort ég sé sá sami og þá. Það gæti verið sálfræðilega rangt. Núna hef ég breyst í mann sem sér ekki brunahana. Þannig deyr maðurinn þó hann lifi.
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144

x

Tímarit Máls og menningar

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.