Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.06.2010, Blaðsíða 116

Tímarit Máls og menningar - 01.06.2010, Blaðsíða 116
Va l u r G u n n a r s s o n 116 TMM 2010 · 2 Þegar mótmælin gegn Honecker byrja á söguhetja Brussig því í mestu erfiðleikum með að skilja hvaðan allir mótmælendurnir koma: Hundruð þúsunda saklausra borgara gengu fyrir aftan borða sem náði yfir alla götuna og á stóð: MÓTMÆLAGANGA. Hvað hafði komið yfir þá? Fyrir utan hóp fólks sem var nógu lítill til þess að hægt væri að koma honum fyrir í lítilli neðanjarðarlest voru þetta allt samferðamenn kerfisins. Höfðu þeir gleymt því? … Ég hafði aldrei gert neitt sem að kennararnir og sjónvarpsþættirnir höfðu ráðið mér frá að gera. Ég hafði ávallt gert það sem aðrir vildu.8 Meistararnir stíga fram Af þeim stóru þýsku höfundum sem upplifðu seinni heimsstyrjöldina var Thomas Mann (1875–1955) sá sem var fyrstur að skrifa um nasis- mann í stórri skáldsögu. Þegar stríðið braust út var hann virtur og dáður höfundur víða um lönd, og hafði meðal annars fengið Nóbelsverðlaunin. Eins og Brecht fór hann í útlegð við valdatöku nasista, og báðir sóttu þeir til fortíðarinnar til að finna samlíkingu fyrir stríðið. Brecht bar heimsstyrjaldirnar saman við 30 ára stríðið í Mutter Courage, líkti nasismanum við ofsóknir kaþólsku kirkjunnar á hendur Galíleó í Leben das Galilei, og tókst á við efnið með beinum hætti í Furcht und Elend des Dritten Reiches. Mann flutti til Sviss, orti áróður fyrir bandamenn í stríðinu og gaf árið 1947 út hið mikla uppgjör sitt við nasismann, Doktor Fástus, sem fjallar um freistingar djöfulsins og byggir lauslega á lífi 16. aldar myndlistarmannsins Albrecht Dürer.10 Brecht flúði til Danmerkur, þaðan til Svíþjóðar og Finnlands og loks til Bandaríkjanna. Mann fór einnig til Ameríku eftir dvölina í Sviss. Max Frisch (1911–1991) fæddist hinsvegar í Sviss og eyddi stríðsárunum þar. Rétt eins og Mann og Brecht fylgdist hann því með Þriðja ríkinu utanfrá og fjallaði helst um það með notkun metafóra. Í Brennuvörg- unum segir frá manni sem horfir á, og hjálpar jafnvel til, á meðan brennuvargar gera sig reiðubúna til að brenna niður hús hans. Frisch beinir hér spjótum sínum að tækifærissinnaðri borgarastétt sem er of upptekin við að féfletta starfsmenn sína til að skilja hvað er að gerast í kringum hana. Í viðauka við leikritið segir hann Brennuvargana vera djöfla sem kjósa helvíti vegna þess að himnaríki sé of gjarnt til að fyrir- gefa syndurum.11
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144

x

Tímarit Máls og menningar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.