Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.06.2010, Blaðsíða 52

Tímarit Máls og menningar - 01.06.2010, Blaðsíða 52
Ú l f h i l d u r D a g s d ó t t i r 52 TMM 2010 · 2 kring. Vampýran með alla sína bannhelgi er því fullkomið viðfang unglingaásta í nútíma-rómönsu.27 En hvað með hryllinginn? Sem hrollvekja er sagnabálkurinn ekki til stórræðanna. Undir lok fyrstu bókarinnar dúkkar skyndilega upp óvin- veitt vampýra sem vill borða Bellu og upphefst nú mikill eltingaleikur og hasar. Þessi ógn er á engan hátt undirbyggð því fram að þessu hefur sagan snúist að mestu um tilhugalífið og það að uppgötva hina óvæntu krafta vampýranna, en fyrir utan að vera ægifagur er Edward bæði ofursterkur og hraðskreiður og les hugsanir. Þau forðast sólina, en ekki af því að hún steiki þau heldur af því að húð þeirra glóir í sólinni. Allt gerir þetta það að verkum að vampýrurnar virka guðdómlegar fremur en demónískar og því flækjast málin nokkuð þegar upp kemst um illar vampýrur – en þær búa yfir samskonar hæfileikum. Það er ekki fyrr en í síðustu bókinni sem reynt er aðeins að greiða úr þessu vandamáli með góðar og vondar vampýrur en tekst ekki sérlega vel, enda er síðasta bókin sú langsísta af þessum fjórum (fyrsta bókin fylgir fæst á hæla henni, númer tvö og þrjú eru læsilegastar). Ljósaskiptaserían er áhugavert dæmi um greinablöndun, þarsem óvættur úr hrollvekju er færð yfir í ástarsögu með þeim afleiðingum að ýmis konar togstreita myndast, sem á stundum kemur fram í gall- aðri uppbyggingu. Þetta verður enn áhugaverðara í samanburði við kvikmyndina Ljósaskipti, en þar er innkoma illu vampýranna betur undirbyggð og vægi hrollvekjunnar því meira. Ekki féll þetta þó endilega í kramið hjá aðdáendum sagnanna, sem álitu að verið væri að troða einhverjum hryllingi uppá ástarsöguna þeirra.28 Við megum ekki gleyma að fyrirbærið heitir ekki lengur hrollvekja heldur yfirnáttúruleg ástarsaga. Yfirnáttúrulegar ástir eru lykilatriðið í tveimur öðrum sagnabálkum, sem sömuleiðis njóta mikilla vinsælda, en það eru fyrrnefndar sögur um Vampíruskólann og Hús næturinnar.29 Í báðum þessum seríum er beinlínis gert útá vampýruskóla og því má segja að þessar bækur séu enn meira í anda Harry Potter en Ljósaskiptin. Vampíruskólinn segir aðallega frá tveimur unglingsstúlkum, Lise og Rose, önnur er vampýra en hin er hálf-vampýra og kallast slíkur kynblendingur ‘dhampyr’.30 Hálf-vampýrur nærast ekki á blóði en þær búa hinsvegar yfir styrk vampýrunnar og þjóna því aðallega því hlutverki að vera lífverðir þeirra, en vampýrurnar eru í stöðugri hættu vegna þriðju tegundarinnar, ‘strigoi’, sem eru illar vampýrur. Orðið ‘strigoi’ er austur-evrópskt að uppruna og vísar bæði til vampýru og norna, eða bara almennt til ill vætta, en meðan vampýrurnar í Vampíruskólabókunum nærast aðeins á blóði
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144

x

Tímarit Máls og menningar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.