Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.06.2010, Blaðsíða 84

Tímarit Máls og menningar - 01.06.2010, Blaðsíða 84
M a r g r é t Tr y g g va d ó t t i r 84 TMM 2010 · 2 Fleiri hliðum á fjölmenningarsamfélaginu er velt upp en hin félagslynda Katla, systir Þórhalls, eignast góðar vinkonur frá Pakistan og Írak og lesendur fá bæði innsýn í líf þeirra í Noregi og upprunalandinu, auk þess sem fleiri nemendur eiga rætur að rekja til ólíkra heimshluta. Það er verulega snjallt að setja íslenska strákinn í hlutverk nýbúans sem er að fóta sig á nýjum stað, kann ekki tungumálið og er öryggislaus og sagan vekur unga lesendur eflaust til umhugsunar. Í Þrándheimi eru fornminjar um víkinga á hverju strái og Þórhallur er spenntur fyrir þeim, einkum Ólafi Tryggvasyni en rétt við nýja heim- ilið hans er stór höggmynd af honum. Í einsemd sinni leitar Þórhallur í Heimskringlu Snorra Sturlusonar og þar sem enginn getur sagt nafnið hans kallar hann sig Snorra. Þegar líður á veturinn eignast hann þó góðan vin, hann Erlend, sem einnig er á kafi í fornsögum og líta þeir félagar mikið upp til fornkappanna og vilja líkjast þeim. En eftir því sem þeir setja sig betur inn í sögurnar og hugsa meira um þær ofbýður þeim ofbeldið og sjá að það sem þeir álitu áður hetjuskap er í raun ruddaskapur. Þessi þroskasaga Þórhalls er allt í senn, vel skrifuð, fróðleg og nokkuð spennandi. Hún fjallar um mannúð og umburðarlyndi á hátt sem ungir lesendur eiga auðvelt með að skilja. Mér hefði þótt gaman að hafa einfaldað kort af Þrándheimi, t.d. á saurblöðum sem hefðu sýnt helstu minjar og staðsetningar sem koma við sögu og veit að Halla Sólveig Þorgeirsdóttir sem myndlýsir söguna hefði einnig leyst það verkefni prýðilega. Myndir hennar á kápu og í bókinni er skemmtilegar og hefðu mátt vera fleiri en bókin er sögð fyrir 10 ára og eldri. Bókasafn ömmu Huldar eftir Þórarinn Leifsson Bókasafn ömmu Huldar er reyndar ekki samtímasaga heldur fram- tíðarfantasía, sprottin úr samtíma okkar og sker sig að því leyti frá hinum bókunum. Þar segir frá Albertínu sem býr í heimi þar sem Gullbankinn ógurlegi ræður öllu og hefur hneppt íbúana í þrældóm skuldaklafa. Aðgangi að þekkingu er stýrt, bækur eru bannaðar en auglýsingar dynja á fólkinu alls staðar. Óöld ríkir í nýja skólanum sem Albertína gengur í en það versta er að fólk á það til að hverfa en samt láta allir eins og ekkert sé. Í upphafi sögunnar er bróðir Albertínu horfinn en henni sagt að hann hafi bara flutt í burtu og ekki viljað vekja hana áður en hann fór en því trúir hún tæpast. Albertína er líka að byrja í nýjum skóla því þau sem eru eftir í fjölskyldunni eru flutt í nýja lúxusblokk, þótt þau séu ekki rík.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144

x

Tímarit Máls og menningar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.