Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.06.2010, Blaðsíða 91

Tímarit Máls og menningar - 01.06.2010, Blaðsíða 91
K r a t a áva r p i ð TMM 2010 · 2 91 Við spekimál Giddens má bæta snjöllum málflutningi faraldsfræð- inganna Richards, Wilkinsons og Kate Pickett. Þau leiða sannfærandi rök að því að mikill ójöfnuður í þróuðum lýðræðisríkjum valdi lakara heilsufari, meira ofbeldi og hvers kyns óáran annarri. Meðal þróaðra þjóða með álíka meðaltekjur sé til dæmis heilsufar best í þeim löndum þar sem jöfnuður er mestur. Þess séu dæmi að heilsufar sé betra í jafnaðarlandi sem er heldur fátækara en ójafnaðarland. Þess utan sé heilsufar hinna best stæðu í jafnaðarlöndum betra en heilsufar stétt- systkina þeirra í ójafnaðarlöndum. Wilkinson og Pickett telja ástæðurnar vera meðal annars minna gagn- kvæmt traust og meiri streitu í ójafnaðarsamfélögum en streita og skortur á trausti veiki ónæmiskerfið og auki líkur á hjartasjúkdómum. Skorturinn á trausti í þróuðum ójafnaðarlöndum birtist m.a. í því að íbúar slíkra landa eru vinafærri en í jafnaðarlöndum. Vinafæð bitnar beinlínis á heilsu manna – hinir vinafáu eru til dæmis kvefsæknari en aðrir! Höfundur Hávamála vissi hvað hann söng þegar hann líkti mann- inum sem enginn elskar við hrörnandi tré og spyr: „Hvað skal hann lengi lifa?“ (Óþekktur, 1990: 25). Og Wilkinson og Pickett svara: „Ekki ýkja lengi“ og vísa til staðtalna sem sýna að sá vinafái lifi skemur en sá vinsæli (Wilkinson og Pickett, 2009). Bæta má við að hverfi traust þá hverfur samloðun. Því er mikið traust manna hvers á öðrum nauðsyn hverju sæmilegu samfélagi. Öllu þessu samsinnir hinn frjálslyndi jafnaðarmaður. Honum þykir mikið til um jafnvægislist Giddens og rannsóknir Picketts og Wilkin- sons. Og hina djúpu visku Hávamála. Útilokunarrökin Eins og vænta má telur jafnaðarmaðurinn blandað hagkerfi ill- skásta kostinn enda vegur slíkt hagkerfi salt milli kapítalisma og sósíalisma. Hann hefur tvenns konar rök fyrir máli sínu, annars vegar „útilokunarrökin“, hins vegar „frammistöðurökin“. Fyrrnefndu rökin hníga að því að hvorki sósíalismi né „frjálst“ markaðskerfi séu á vetur setjandi, hvorugt kerfið er framkvæmanlegt með góðu móti í hreinni mynd. Því má beita útilokunaraðferð, útiloka þessa tvo kosti og þá er blandaða hagkerfið eini raunhæfi kosturinn. Síðarnefndu rökin snúast um að hið blandaða hagkerfi hafi staðið sig allvel. Þá staðhæfingu styður jafnaðarmaðurinn dæmum, eins og síðar mun sýnt. En fyrst skulum við snúa okkur að fyrrnefndu rökunum og hefja leikinn með gagnrýni á sósíalismann.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144

x

Tímarit Máls og menningar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.