Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.06.2010, Blaðsíða 6

Tímarit Máls og menningar - 01.06.2010, Blaðsíða 6
H a l l g r í m u r H e l g a s o n 6 TMM 2010 · 2 sækja að honum. Persónupólitíkusinn notar persónupólitísk rök. Síðan fylgdi frásögn sem ég man ekki vel en gekk út á það að sem ungur maður hefði hann, Davíð Oddsson, staðið uppi í hárinu á viðskiptavaldhöfum tímans og fyrir vikið þegið frá þeim reiðifull símtöl, og nefndi til dæmis Ottó Möller, fyrrum forstjóra Eimskips. Seinna í samtalinu kom þó í ljós að borgarstjórinn ungi hafði lært sína lexíu í hlýðni við eigendur Íslands, því hann hafði nýverið sem fullþroska forsætisráðherra setið fund í Ráðherrabústaðnum með gólandi heildsölum sem kvörtuðu sáran yfir uppgangi Baugsmanna – hvort hann gæti ekki gert eitthvað í málunum? Jú, það var hann einmitt að reyna. Þess vegna sátum við hér. Þess vegna varð Baugsmálið til. 4. Upphaf Baugsmála var of borðleggjandi til að láta það óhreyft. Davíð var búinn að pirra okkur svo oft að nú varð einhver að segja eitthvað. Ég skrifaði greinina og velktist með hana í tölvunni í tvo daga áður en ég ákvað að ýta á „send“. Hver var ég að hætta haus mínum út á milli þessara stóru stríðandi blokka? Yrði ég ekki dreginn í þann dilkinn sem ég var „að verja“? Átti lítill rithöfundur ekki fremur að standa hjá í leik sem hann var ekki þátttakandi í, og þekkti ekki til fulls? Að þegja eða segja, þarna var efinn. En fjandinn hafi það, átti þessi maður að geta ráðskast með allt og alla og komist upp með hvað sem er, án þess að nokkur þyrði að æmta? Og hvað með það þótt þessir Bónusmenn væru sekir um svindl í braski sínu, það gat aldrei orðið jafn alvarlegt og sigun lögreglu af forsætisráðherra á óvini forsætisráðherra. Í hverskonar landi bjuggum við eiginlega? Ég tók sénsinn, ýtti á „send“. Það er ekkert gaman að öryggi óttans. Þremur árum síðar birti Fréttablaðið stolna tölvupósta þar sem upphaf málsins var staðfest. Grunur var á rökum reistur. Málsókn gegn Baugi var gerð úr helsta innvígi Davíðs, hönnuð af ritstjóra hans og kærasta vini með hjálp frá uppáhaldslögmanni. (Hér birtist okkur DO í öllu sínu ægifagra veldi: Besti vinurinn er stjórnarformaður Landsbankans sem heldur skuldavendi yfir ritstjóranum, sem ræður uppáhaldslögmanninn til verksins sem hlýtur að launum hæstaréttardómarastöðu nokkrum misserum síðar.) Aðeins á Íslandi gæti einu þjóðfélagi tekist að fara ekki ofan í saumana á svo háttsettu svínaríi. Greinin var því í meginatriðum rétt.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144

x

Tímarit Máls og menningar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.