Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.06.2010, Blaðsíða 76

Tímarit Máls og menningar - 01.06.2010, Blaðsíða 76
N a j a M a r i e A i d t 76 TMM 2010 · 2 krabbamein, hjartastopp, kýli á rassinum, augu hans eru að opnast fyrir svo ótalmörgu, veikleikanum sem lúrir undir, hversu nálægt brúninni hann var, og einnig þetta, að líf hans hefur molast í þúsundir örsmárra ósamstæðra brota; ekkert verður eins og áður, hann er ekki lengur hann sjálfur, á ekkert stolt, finnur hvorki fyrir gleði né sjálfum sér: HÉR ER ÉG, en hvað hann er veit hann hreint ekki, hann hefur ekki grænan grun um hvernig hann á að halda áfram með líf sitt, eins og Charlotta orðaði það þegar hún sagði honum einnig að hann mætti sigla sinn sjó og skellti hurðum, hann heyrði hana enn hrópa þegar hún stormaði niður stigaganginn. Hann reykir, hlustar á tónlist, hækkar. Og fer skyndilega að hlæja, hátt og hjartanlega: fjandinn sjálfur, þegar hann var í brúðkaupi Pede og þeirrar nýju í síðustu viku kastaði hann upp og varð svo illt í maganum að mamma hans varð að keyra hann heim, fjandinn sjálfur, það var andskotans ekkert að honum, þetta var bara stress, allt þetta fólk, nei, ekki nokkur skapaður hlutur að, staðreyndin er bara sú að hann þjáist af ímyndunarveiki, það er sko bráðfyndið og skítt með þetta allt, hann er búinn að selja sumarbústaðinn, hann ætlar að selja Stíg sinn hlut í fyrirtækinu, hann ætlar að vera hér, hann pantar einn skammt af steiktu svínakjöti frá grillinu á móti, þeir eru svo vænir að koma með það upp, hann dregst niður og kaupir hass, og síðan endurnærandi hvíld, endur- nærandi svefn, guði sé lof; hann er sestur í stólinn og opnar bjórflösku með eftirvæntingu, skyndilega líður honum eins og nýfæddu barni sem á allt til góða. Þýðandi Soffía Auður Birgisdóttir
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144

x

Tímarit Máls og menningar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.