Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.06.2010, Blaðsíða 129

Tímarit Máls og menningar - 01.06.2010, Blaðsíða 129
D ó m a r u m b æ k u r TMM 2010 · 2 129 sín á þeirri frásagnaraðferð sem hún kynnti til sögu í fyrri bókinni. Heim til míns hjarta stendur fyllilega undir þeim væntingum sem vaktar voru með Opnun kryppunnar og það er freistandi að tengja Oddnýju Eir við skemmti- legustu skáldævisöguhöfunda á Íslandi, þau Þórberg Þórðarson og Málfríði Einarsdóttur frá Munaðarnesi. Sjálf hefur hún reyndar tengt sig við þann fyrr- nefnda í viðtölum sem tekin voru við hana í tilefni útkomu bókarinnar og Þórbergur er nefndur þegar á annarri blaðsíðu frásagnarinnar. Í sömu setningu er minnst á Mugg sem einnig hefur verið gestur á heilsuhælinu og „var með regluleg sprell“ (12). „Sprellararnir“ tveir, meistari skáldævisögunnar og ævin- týramálarinn, eru þær fyrirmyndir sem Oddný Eir vísar til í upphafi og síðan má rekja ótal tilvísanir til annarra meistara í gegnum þann vef sem spunninn er í framhaldinu, eins og áður var fjallað um. Þannig þakkar Oddný Eir fyrir sig og bendir okkur á hvernig hún hefur tekið við arfinum og ræktað sín fræ- korn upp úr þeim frjósama jarðvegi. Að lokum er við hæfi að árétta að Heim til míns hjarta bendir okkur á að þótt mikilvægt sé að efla ónæmiskerfi sitt og huga að sinni líkamlegu vellíðan er ekki síður mikilvægt að fínstilla næmiskerfi sitt, hvort sem um er að ræða í sjálfri tilveru sinni eða í viðtökum á nýstárlegum sköpunarverkum á sviði bókmennta og lista. Úlfhildur Dagsdóttir Brúðuheimili Steinunn Sigurðardóttir. Góði elskhuginn. Bjartur, 2009. „Það er kunnara en frá þurfi að segja að piparsvein í góðum efnum hlýtur að vanta eiginkonu.“ Þannig hljóða upphafsorð einnar frægustu ástarsögu allra tíma, Hroka og hleypidóma eftir ensku skáldkonuna Jane Austen.1 Öfugt við hið klassíska ástardrama enska leikskáldsins William Shakespeares, Rómeó og Júlíu, hafnar Austen tragedíunni í sínum ástarsögum, þær eru rómantískar kómedíur og enda allar vel – það er að segja með því að elskendurnir ná saman, eftir nokkurt basl, og ganga í hjónaband. Og lýkur þar sögunum. Þó er þetta ekki endir alls því fræðifólk, sérstaklega úr röðum femínista, hefur á undan- förnum árum velt mjög fyrir sér hinum ‘góða endi’, hvað í honum felst og hvað hann í raun tákni. Er það endilega ‘góður endir’ fyrir konuna að ganga í hjónaband með sínum heittelskaða? Þrátt fyrir að femínistar efist um að allar þessar góðu niðurstöður skili endilega jákvæðum árangri (fyrir persónur og lesendur), þá er óhætt að gera ráð fyrir að almennt megi ætla að það að njóta samvista með ástvini feli í sér hamingju.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144

x

Tímarit Máls og menningar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.