Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.06.2010, Blaðsíða 117

Tímarit Máls og menningar - 01.06.2010, Blaðsíða 117
H r u n i ð o g u p p g j ö r i ð v i ð n a s i s m a n n í þ ý s k u m b ó k m e n n t u m TMM 2010 · 2 117 Dvergar og trúðar Heinrich Böll (1917–1985) var sex árum yngri en Frisch, og ólíkt honum ólst hann upp í Þýskalandi. Á meðan höfundar eins og Günter Grass sáu Þriðja ríkið mestmegnis með augum barns, og hafa fjallað þannig um það, var Böll kominn á unglingsár þegar Hitler komst til valda og því á herskyldualdur þegar stríðið braust út. Í Blikktrommunni segir Grass frá uppgangi nasismans í bakgrunni bókarinnar, og beitir til þess aðferðum skáldsögunnar. Rétt eins og Óskar sagðist Grass helst hafa fylgst með atburðunum úr fjarlægð. Þó hefur síðar komið í ljós að þegar Grass var 17 ára gamall barðist hann með Waffen-SS á síðasta ári stríðsins.12 Í bókinni Was Soll aus dem Jungen bloss werden?, sem hann skrifaði þó ekki fyrr en árið 1981, lýsir Böll uppvexti sínum í Þriðja ríkinu í sjálfsævisögulegum stíl. Hér skellur nasisminn ekki á sem fljóðbylgja, heldur er eitthvað sem gerðist hægt og bítandi, sem kemur heim og saman við lýsingu Grass. Böll segir að það hafi fyrst verið eftir 30. júní 1934, – nótt hinna löngu hnífa þegar Ernst Röhm og forsprakkar SA sveitanna voru teknir af lífi – sem honum og fjölskyldu hans varð ljóst að nasisminn væri ekki aðeins tímabundið fyrirbæri heldur kominn til að vera. Hann segir að í fyrstu hafi þessi innbyrðis átök Nasistaflokksins virst sýna veikleika fyrirbærisins en brátt hafi komið á daginn að með þessu voru þeir frekar að sýna styrk, þeir voru orðnir nógu öruggir með sig til að gera út um mál sín opinberlega. Þetta var morgun hins eilífa Nasisma. Vissu miðstéttirnar og þjóðernissinnarnir hvað var að gerast, á hvaða tímamótum þeir stóðu? Ég er hræddur um að þeir geri það ekki enn.13 Eftir 1936 og hervæðingu Rínarhéraðanna varð mörgum ljóst að stríð var óhjákvæmilegt, og það sem eftir lifir námsferils Bölls er nokkurs- konar niðurtalning að hildarleiknum. Böll segir jafnvel að viðhorf kennaranna gagnvart nemendum sínum hafi orðið mildara, þeim var ljóst að margir af nemendum þeirra voru þegar dauðadæmdir.14 Iðrun og hræsni Í Nürnbergréttarhöldunum árin 1945 og 1946 voru 24 af helstu for- kólfum nasismans leiddir fyrir rétt. Þrír voru lýstir saklausir en hinir dæmdir, þar af 12 til dauða. Í framhaldinu voru 142 einstaklingar til viðbótar dæmdir fyrir stríðsglæpi, þar af voru 13 sem fengu dauðadóm. Mörgum fannst þó ekki nóg að gert.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144

x

Tímarit Máls og menningar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.